Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 16
JÓN PROPPÉ vegar vera á viðhorfum karla og kvenna, svo og þeirra sem búa á höfuðborg- arsvæðinu annars vegar en utan þess hins vegar; einna helst er að sjá að karlar og borgarbúar meti menntun ívið meira en konur og landsbyggðarfólk. Einna mestan mun á svörum má sjá þegar afstaða til heiðarleika er skoð- uð, en hann kom fyrst upp í huga langflestra þegar spurt var. Greinilegt er að fólk virðir heiðarleika mjög í fari annarra og þegar spurt var um það nefndu hann nær sextíu prósent að fyrra bragði. Heiðarleiki var líka algengasta svar- ið þegar spurt var hvaða eiginleikum fólk vildi sjálft helst vera búið. Það gæti bent til þess að fólki reynist erfitt að vera eins heiðarlegt og það vill vera og sú tilgáta styrkist þegar spurt er um það sem fólk er ánægðast með í eigin lífs- stefnu - þá nefna aðeins rúm fimm prósent heiðarleika. Heiðarleiki er einnig greinilega dyggð sem fólk fer að meta meira eftir því sem það eldist og er áberandi að yngsti hópurinn - fólk á aldrinum 16 til 24 ára - nefnir hann jafnvel helmingi sjaldnar en þeir sem eldri eru. Loks vekur það athygli að af þeim sem segjast meta heiðarleika mest í fari annars fólks almennt nefna að- eins 55 prósent heiðarleika þegar þeir eru beðnir um að hugsa til manneskju sem þeir þekkja og bera virðingu fyrir. Af þessu mætti ráða að heiðarleiki sé í huga margra afstrakt og óljóst hugtak sem síður greinist í fari þeirra sem maður þekkir vel til. Heiðarleiki og hreinskilni í samskiptum við vini og fjöl- skyldu virðast aft ur á móti skipta fólk miklu máli, svo miklu að yfirgnæfandi meirihluti fólks kýs frekar að gera upp erfið mál við vin sinn en láta það kyrrt liggja, jafnvel þótt vinurinn sé dauðvona og á spítala. Sjá má að mismunandi mat er lagt á heiðarleika eftir því hver á í hlut. Spurt var um tvö sambærileg dæmi þar sem maður brýtur af sér í starfi án þess að upp komist. í öðru tilfellinu er um embættismann hjá hinu opinbera að ræða og þar telja flestir, eða 65 prósent, að hann eigi að segja yfirmanni sínum frá, en aðeins sautján prósent telja að hann eigi að segja sig frá starfi. Þegar aftur á móti stjórnmálamaður á í hlut telja 54 prósent að hann skuli segja af sér. Um þetta hvort tveggja eru flestir hópar svarenda sammála, nema hvað konur virðast umburðarlyndari gagnvart báðum mönnunum, nemar gagnvart stjórnmálamanninum og iðnaðarmenn gagnvart embættismanninum. Af öðrum atriðum þar sem sjá má greinilegan mun milli hópa má nefna heilsu, en þar kemur í ljós að eftir því sem fólk eldist verður heilsan því mikil- vægari. Það kemur vart á óvart en hitt er athyglisverðara að borgarbúar meta' heilsuna meira en landsbyggðarmenn og faglært fólk, sérffæðingar og at- vinnurekendur meta hana meira en verkafólk og iðnaðarmenn. Ungt fólk metur vináttu mikils og í einni spurningunni eru þrefalt fleiri á aldrinum 25 til 34 ára sem telja vináttu skipta mestu í lífinu en fólk úr aldurshópnum 35 til 54 ára. Áherslan á fjölskylduna minnkar líka með aldrinum. Ýmislegt í könnuninni bendir til þess að íslendingar hafi nokkuð skýrar 14 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.