Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 111
RITDÓMAR er afturhvarf til upphafsins, til móður jarðar. í bókinni er sjónum beint að vitund sem er uppfull af ranghugmyndum, flæk- ist iðulega í eigin lygavef og mótsögnum, tekur ákvarðanir „nánast ósjálfrátt, eins og hugsunin verði til áður en maður hugsar hana; að einhver annar sé að verki í manns eigin höfði“ (6). Sjálfið er sundrað og órökrænt, hið ósagða jafnvel þýðingar- meira en hið sagða. Sagan fær fyrir vikið ókennilegt yfirbragð, það er ekki allt sem sýnist og lesandinn verður að ráða í þá launstafi einmanaleikans sem hugrenn- ingar sögumanns eru. Frásögnin er þó um leið gædd vissri kímni og hversdagslegur efniviðurinn býr yfir undarlegri marg- ræðni. Þetta gerir Hvíldardaga að óvenju- legri og effirminnilegri skáldsögu. Árni Óskarsson Óhugnaður og braggablús Elísabet Jökulsdóttir: Laufey. Mál og menning 1999 Lýstu mér. Ég er skinhoruð og rauð- hærð. Ég geri allt vitlaust. Ég vil vera með. Leyfðu mér að koma. Ég fer aldrei í bað. f eldhúsinu er vaskafat sem ég treð fótunum ofan í. Vatnið í krananum er alltaf kalt. Ég verð þreytt þegar eitthvað er alltaf. Ég drep fyrir ástina. Ég elska. Ég er að deyja úr vannæringu. Gefðu mér að borða. Gefðu mér eitthvað. Gefðu mér kjól. Viltu sjá í hverju ég er? Sérðu drusl- urnar sem ég er í? Þetta er kjóll af kerl- ingu sem dó. Bættu einhverjum við. Ég bý í bragga. Var ég búin að segja það? Sérðu braggann? Þarna kem ég út og vona að enginn sjái mig. (bls 9). Á þessum orðum hefst fýrsta skáldsaga Elísabetar Kristínar Jökulsdóttur, Laufey, en Elísabet hefur fýrir löngu getið sér gott orð fýrir ljóð og ffumlegar smásög- ur. Eitt af höfundareinkennum Elísabet- ar eru óljós mörk milli draums og veruleika og einnig snjallir, sniðugir en um leið stingandi útúrsnúningar úr lífi fólks, draumum þess, gleði, sorgum, dauða og geðveiki. Svo ekki sé minnst á hinn naíva stíl sem gæðir texta, sem á yf- irborðinu virðist ósköp saklaus og snið- ugur, dýpt og næmi. Elísabet er, líkt og Kristín Ómarsdóttir, þekkt fýrir að beita hinum naíva stíl af stakri snilld þannig að sársaukinn sem undir býr sker í hjartað. f Laufeyju fer minna fyrir naívisma en fýrr, textinn er raunsærri en áður en þó laumast inn dularfull tákn og fýrirbæri sem lesandi getur ekki alveg gert upp við sig hvort eru sprottin af sterku ímyndun- arafli Laufeyjar eða til þess gerð að rugla lesanda aðeins í ríminu. Hvort heldur sem er þá er Laufey saga sem grefúr sig djúpt inn í hugskotið, kannski að hluta til vegna þess að naívisminn sem alltaf hef- ur brugðið léttleika á alvöruþrunginn texta hefur vikið fyrir meiri alvöru og festu. Lesandanum er fýrirvaralaust skellt inn í ömurlegt umhverfi þar sem ríkir fátækt, sársauki, hungur og dauði. Sögusvið bókarinnar er kunnuglegt: sóðaiegt braggahverfi á fimmta eða sjötta áratugnum. Persónur bókarinnar minna um margt á persónurnar úr Eyjabókum Einars Kárasonar nema hvað hér eru lýsingarnar enn drungalegri. Hér gætir meira þunglyndis, meiri eymdar og meiri geðveiki. Húmorinn sem skín í gegn í sögum Einars þrátt fýrir ömur- leikann er í bók Elísabetar víðs fjarri. Hún gengur nær lesandanum en Einar, segir frá rottum sem narta í kaldar tær í morgunsárið og fólki sem er matarlaust dögum saman en dregur ffarn iífið með því að róta í öskutunnum. Deyfð, doði og andvaraleysi vakir yfir „braggafólkinu" og það kippir sér varla upp við það þótt TMM 2000:2 www.malogmenning.is 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.