Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 105
RITDÓMAR ann Ketil með haglabyssu, en að lokum er það hann sem hleypir voðaskoti á sjálfan sig úr þessari sömu byssu og missir handlegginn. 1 Blóðakri hótar séra Bernharður að sprengja upp hús sem lögreglan situr um, ef hún reyni að ráðast þar inn, en það er síðan Tryggvi sem vinnur slíkt verk, við allt aðrar kringum- stæður. Nú gæti sú spurning vaknað hvort hnitmiðuð og úthugsuð vinnubrögð af þessu tagi, sem alls staðar er að finna í þrí- leiknum, séu fyrst og ffemst einhver and- leg flugeldasýning, eða hvort meira liggi að baki. Hið síðara virðist nær sanni: at- hugull lesandi veitirþví sennilega eftirtekt að flókin atburðarásin endurspeglar í sí- fellu bollaleggingar með margvíslegum tilbrigðum um siðferðileg hugtök, og ber þar kannske hæst „fyrirgefhinguna“ sem kemur skýrt ffam í Tröllakirkju og gengur síðan eins og rauður þráður gegnum Vetrarferðina. En til þess að fylgja þeim þræði eftir þarf enn dýpri lestur. Hvernig sem á málin er litið, er það fýllilega ómaksins virði að gera sér nokkra dægradvöl við slíkt: ef menn þekkja sögu- lokin fyrir og eru ekki alteknir af spennu, geta þeir kannske rýnt þeim mun betur í lýsingar sem krefjast þess af lesandanum að hann hafi augun opin fyrir hverju smá- atriði. Mér dettur í hug mögnuð frásögn- in af kafbátsárásinni í Vetrarferðinni. EinarMár Jónsson Meira en sandur Sigurður Pálsson: Ljóðtímaskyn. Forlagið 1999. Ljóðtímaskyn er tíunda ljóðabók Sigurð- ar Pálssonar og væntanlega upphaf nýrrar þrennu sem fjallar um ljóðtím- ann. Heimspekin hefur ávallt verið Sig- urði hugleikin og hugtökin ljóðvera og raunvera hafa verið miðlæg í höfundar- verki hans til þessa. Það kemur því ekki á óvart að Sigurður velji þetta sígilda yrk- isefhi, maðurinn andspænis tímanum í þessari fjórðu ljóðaþrennu sinni. Ljóð- tímaskyn skiptist í fimm kafla og það get- ur varla talist tilviljun að fjöldi ljóða í hverjum kafla er ávallt margfeldi af töl- unni fimm, þannig eru fimm Ijóð í fyrsta og síðasta kafla, tíu í öðrum og fjórða og loks fimmtán í þriðja kafla. Þessi reglu- festa er einkennandi fyrir ljóðabækur Sigurðar, þær eru þaulhugsaðar að bygg- ingu. t.d. heldur hann þeim sið að hafa ætíð tólf bókstafi í titlum ljóðabóka sinna. Stíll hans er lipur, fullmótaður og mjög persónulegur. Hann hefur þróast mikið ffá ljóðvegabókunum, þar sem gáski og mælska skáldsins tóku stundum völdin. Með tímanum hefur stíllinn orð- ið fágaðri og yfirvegaðri en retoríkin sem einkennir franskan ljóðskáldskap er blessunarlega enn til staðar. Sigurður notar mikið endurtekningar og klifanir í ljóðum sínum og nær þannig athygli les- andans um leið og sefjunarmáttur orð- anna fær að njóta sín. Að þessu leyti sver Sigurður sig í ætt við súrrealistana en þeir lögðu ofuráherslu á óvenjulegar og stundum fjarstæðukenndar myndir og líkingar. Af íslenskum skáldum sem hafa mót- ast mjög af aðferð súrrealista og ffönsk- um ljóðstíl ber auðvitað hæst Sigfús Daðason en einnig mætti nefna Jón Ósk- ar í sömu andrá, ljóð hans eru músíkölsk og sefjandi og klifunum mikið beitt. Það nægir að skoða ljóð hins mikla meistara, Paul Éluard, sem áðurnefnd skáld hafa öll fengist við að þýða á íslensku, til að sannfærast um hve frjósamur súrreal- isminn reyndist ljóðagerð 20. aldarinnar og áhrifa hans gætir enn eins og glöggt má sjá í ljóðum Sigurðar Pálssonar. Einnig er rétt að benda á það að Sigurður TMM 2000:2 www.malogmenning.is 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.