Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 59
DYGÐIR ÍSLENDINGA mig lesið hafa, að hún sé Islenzka nefhd í gömlum sögum né documentum fyrr enn svo var hún umbreytt orðin hjá Dönum og Norðmönnum og Sví- um, að þeir eigi skildu sitt forna móðurmál í vorum munni, sem þá höfðum það einir eptir hreint og ómeingað.“26 En með auknum latneskum mennt- um á íslandi upp úr siðaskiptunum komst aftur á náið samband með ís- lenskum og útlendum lærdómsmönnum. Fyrstur til þess að koma á slíku sambandi var Arngrímur Jónsson Vídalín. Með ferðalögum sínum í lok sextándu og upphafi sautjándu aldar til Kaup- mannahafnar, Hamborgar, Lubeck og Rostock náði hann sambandi við marga merkustu lærdómsmenn síns tíma, sem hvöttu hann til þess að helga sig sagnfræði og studdu hann síðar til þess starfa. Árið 1593 gaf Arngrímur út Brevis Commentarius de Islandia, eða Stutt skýringarit um ísland. Það vita ekki margir íslendingar nú á dögum að þetta rit var endurútgefið og þýtt á ensku og prentað í London árið 1598, eða aðeins fimm árum eft ir að frumrit- ið birtist. Til viðmiðunar má geta þess að á þeim tíma var Shakespeare að skrifa sín fyrstu leikrit, en var ekki orðinn ýkja ffægur. Vegna margra tilvís- ana í íslensk rit í Brevis Commentarius varð til mikil eftirspurn eftir þýðingum á latínu á íslenskum sögum. Þegar lærðir íslendingar fundu fyrir slíkum áhuga á fornum sagnaarfí sínum voru þeir ekki lengi að finna aftur hlutverk sitt meðal þjóðanna, það er að mennta og fræða sjálfa sig og aðra um sögu, menningu og tungu norrænna þjóða, sem þeir kunnu ennþá betri skil á en nokkur önnur þjóð í Norðurálfu. Á sautjándu öld átti þetta fræðslustarf allan hug latínulærðra íslendinga. Arngrímur Jónsson gaf út mörg fleiri rit á latínu um sagnffæðilegt efni: Anatome Blefkeniana, eða Krufning Dithmars Blefken, prentuð að Hólum 1612, Epistola pro Patria Defensoria, eða Bréf til varnar föðurlandinu, prent- uð í Hamborg 1618, og Specimen Islandiœ Historicum, eða Sýnisbók um ís- lenska sögu, prentuð í Amsterdam 1643. Auk þess sendi Arngrímur mikið efni í handritum til Kaupmannahafnar, þar á meðal latneskar þýðingar á ís- lenskum sögum, en þetta efni var notað af ff æðimönnum, þótt ekki væri það gefið út fýrr en síðar undir titlunum Historia Jomsburgensium, 'eða Saga Jómsborgarvíkinga, Supplementum Historiæ Norvagicæ, eða Safn til sögu Noregs, og Rerum Danicarum Fragmenta, eða Brot úr sögu Danmerkur.27 Einnig skrifaði hann Crymogaea siveRerum Islandicarum Libri III, þ.e. Island eða þrjár bækur um Sögu íslands, en það verk var prentað í Hamborg 1619. Þetta rit er fýrsta íslandssagan sem rituð var í samræmi við form og hefðir grísk-rómverskrar sagnaritunar. Arngrímur skrifaði einnig rit um Græn- land, Gronlandia, sem gefið var út löngu síðar. Guðmundur Andrésson og Stefán Ólafsson þýddu einnig á latínu og lögðu til efni í ýmis rit sem gefin voru út af dönskum ff æðimönnum, svo sem TMM 2000:2 www.malogmenning.is 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.