Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 12
JÓN PROPPÉ Dyggðahugtakið sprettur af þeim aðstæðum þar sem gefin er (sið- ferðileg) krafa um athöfn og á sama tíma er hægt að hafast eitthvað að. Dyggð er reynslan af því að hafa vald til að gera það sem á að gera.4 Dyggðin skilgreinir ekki hvað beri að gera við hverjar aðstæður; þótt við þekkjum dyggðirnar svarar það ekki því hvað sé siðferðilega rétt að gera hverju sinni, en dyggðugur maður er í stakk búinn til að gera það sem þarf. Maclntyre skilur dyggðir á svipaðan hátt og greinir þann skilning í ffam- setningu dyggðanna í öllum samfélögum frá Hómer fram á vora tíma. Dyggð, segir hann, er mannlegur eiginleiki sem gerir einhverjum kleift að gera það sem gott er (og rétt) samkvæmt þeir markmiðum sem samfélag hans setur. Siðferðileg skylda er eitt en geta hvers manns til að sinna skyldu sinni ann- að og geta hans ræðst af ýmsum þáttum sem sumir varða persónueiginleika - hugrekki, heiðarleika, réttlætiskennd, o.s.frv. - en aðrir ráðast frekar af ut- anaðkomandi atriðum - að maðurinn sé frjáls gerða sinna, að hann hafi það öryggi í lífinu að hann geti einbeitt sér að því að gera gott og læra að vera góð- ur maður. Þannig tengjast atriði á borð við fjölskyldubönd og heilsu dyggð- unum: Sá sem er heilsulaus hefur takmarkað tækifæri til að gera það sem þarf og sá sem ekki nýtur stuðnings fj ölskyldu og vina er líklega ekki mikils megn- ugur í samfélaginu. Þar með er auðvitað ekki sagt að dyggðir lúti ekki að persónunni eða séu í einhverjum skilningi áskapaðar. Þvert á móti er það grunninntak dyggða- fræðanna að fólk skuli rækta með sér dyggðir en bæla niður lesti og að það beri að kenna börnum dyggðir. En þetta á ekki aðeins við um „huglægar“ dyggðir á borð við hugrekki, heiðarleika og jákvæðni, heldur einnig þætti á borð við fjölskylduna: Ef maður nýtur stuðnings fjölskyldu og góðra vina er það dyggð að rækta hann og nýta til góðra verka en löstur að gera það ekki. Jafnframt sjáum við að þótt greina megi á milli siðferðilegrar skyldu og dyggða eru dyggðir forsenda þess að einhver geti orðið góður maður. Allt ffá Hómer voru orðin arete (dyggð) og agathos (góður) nátengd hjá Grikkjum - aðeins sá sem er dyggðugur getur verið góður. Scheler tengir líka saman dyggðir og hið góða og lýsir því svo að „þeir eiginleikar persónunnar sem eru breytilegir ... eftir því hve persónan er góð eru kallaðir dyggðir .. ,“.5 Hvað segir könnunin um siðferði íslendinga? Almennt virðast niðurstöðurnar benda til þess að íslendingar horfi mjög til fjölskyldna sinna og vina og virði mest þá eiginleika í eigin fari og annarra sem varða samskipti fólks og jákvæða afstöðu til lífsins. Mikilvægi fjölskyldu 10 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.