Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 46
GOTTSKÁLK ÞÓRJENSSON
áttina að lífinu eins og því er lifað og hefja vandamái þess upp til þeirrar virð-
ingar sem þeim ber.
Hinn tvíþætti sögulegi arfur í formlegri siðfr æði sem að ofan greinir, hinn
gríski og heimspekilegi og hinn rómverski og trúarlegi, eru ólíkir að uppruna
og gerð, en eiga það þó sameiginlegt að vera aðeins einn þáttur í miklu veiga-
meiri kenningakerfum, eða dogmata. Við þennan arf hefur síðan bæst mikið
farg nútímaheimspeki og stjórnmálakenninga ýmis konar, sem allt setur
fram einhvers konar dygðir og boðorð í bland við altumfaðmandi kenningar
um eðli og örlög mannsins. Afleiðingin af þessum hrærigraut kenningakerfa
varð sú að heimspekingar á nýöld tóku að reyna að gera siðferðisreglur rök-
rænni og vísindalegri. Tilraunir Immanuel Kant (1724-1804) í þessa veru
eru sennilega öfgafyllstar, en siðrænir útreikningar nytsemdarhyggjumanna
eins og Johns Stuart Mill voru einnig svo flóknir og byggðust á svo almenn-
um forsendum að þeir komu að litlu gagni við raunverulegar aðstæður. Tvö
risakerfi sem tókust á í miklu og köldu stríði alla tuttugustu öldina eru kapít-
alismi og kommúnismi. Fyrra dogmað prísar einkahagsmuni og dygðir sem
auka enn á tilgangslausa auðsöfhun og ofneyslu borgarbúa á Vesturlöndum,
en hatast við hvers konar félagshyggju sem vill sinna fátækum heimafýrir og
erlendis. Síðara dogmað prísar tilgangslausa og oft hræsnisfulla sjálfsafheit-
un flokksbundinna öreiga og hatast við hvers konar eðlilega umhyggju fýrir
eigin sérhagsmunum. Effirá að hyggja er ljóst að hvorugt kerfið gengur eitt
og sér, og því hafa þau í raun blandast hvort öðru, í trássi við vilja kennifeðr-
anna. En eftir stendur siðff æði þversagnakenndra boðorða sem kallast á hás-
um rómi í vitund nútímamannsins. Þegar allt þetta er haft í huga, er kannski
ekki að undra þótt maður veigri sér við að hugsa um dygðir og kenni jafnvel
leiða frammi fyrir orðinu sjálfu.
Fyrir tveimur áratugum eða svo urðu tímamót í umræðu siðffæðinga um
dygðina. Einkum var það engilsaxneskur háskólaprófessor, Alasdair Macln-
tyre, sem varð til þess að endurvekja áhuga annarra siðffæðinga á dygða-
ffæðum. Hann benti á að nútíminn hefði erft margar og ólíkar hefðir og
hefðabrot í siðffæði, stundum ósættanleg, úr ýmsum áttum.7 Því hafi til-
raunir manna ff á því á upplýsingaöld til þess að reisa á slíkum grunni verald-
legar siðferðisreglur verið dæmdar til þess að mistakast. Hann taldi að
vestræn menning yrði að leita aftur til uppruna síns, til þess að finna ástand
þar sem siðferði og samfélag eru ennþá órofin heild. Hann fann slíkt ástand í
því sem hann kallaði „klassíska“ menningu, það er í hellenískri menningu
fornaldar, í íslenskri og írskri menningu miðalda og í menningu endurreisn-
artímans. Samkvæmt honum var það fyrst á nýöld sem siðffæðin varð við-
skila við samfélagið og fékk á sig mynd reglna sem voru svo almennar og
slitnar úr tengslum við lífið í raunverulegum samfélögum, að þær voru ekki
44
www.malogmenning.is
TMM 2000:2