Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 94
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
manna og „ómerkingum“. Er stundum talað um að margt af því sem Sigurð-
ur bauð upp eftir Kjarval, hafi verið upptínsla á verkum úr ruslahaug þessa
uppáhaldslistamanns hans.
Hins vegar urðu aldrei alvarlegir eftirmálar af uppboðum Sigurðar. Og að
því ég best veit hafa aldrei vaknað grunsemdir um að hann hafi vísvitandi
boðið upp rangfeðruð verk, hvað þá að hann hafi beinlínis látið „ffamleiða“
verk til uppboðs eins og rætt er um að svikahrapparnir sem hér eru til um-
ræðu hafi gert.
Á áttunda áratugnum, eftir að Sigurður lét af uppboðshaldi og umboðs-
sölu listaverka, tók Guðmundur Axelsson upp þennan þráð og hélt regluleg
uppboð á bókum og listmunum í rúman áratug, auk þess sem hann seldi og
keypti listaverk fyrir einkaðila.
Guðmundur var, og er enn, ótrúlega fjölffóður, fundvís og úrræðagóður
listhöndlari og að auki öllu meiri smekkmaður en fyrirrennari hans í „brans-
anum“. Sá sem þetta skrifar þurfti nokkrum sinnum að leita ráða hjá Guð-
mundi og reyndi hann aldrei að öðru en heiðarlegum vinnubrögðum.
I ljósi tiltölulega vandræðalausrar forsögu listaverkauppboðanna á land-
inu er kannski ekki nema von að íslenskir listaverkakaupendur hafi verið
helst til bláeygir þegar Gallerí Borg, meintur sökudólgur í þessu fölsunar-
máli, hóf að standa fyrir uppboðum árið 1988.
Aðgangur að eigendasögum
Þegar horft er til baka, hefði ýmislegt í þessari uppboðsstarfsemi og ffam-
komu aðstandenda gallerísins auðvitað átt að vekja grunsemdir jafnt leik-
manna sem lærðra.
í sjálfu sér var ekkert grunsamlegt við þá „framboðsaukningu" á áður
óþekktum verkum eftir helstu listamenn þjóðarinnar sem þessi uppboð
höfðu í för með sér.
Fyrir áðurnefnda vöntun á heildarskrám og ónógar listsögulegar rann-
sóknir var sérhver íslenskur listamaður nánast óþekkt stærð, það vissu
menn. I ljósi sögunnar voru einnig góðar líkur á því að enn leyndist fjöldi
verka eftir íslenska myndlistarmenn í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Til að
mynda var vitað um nánast heilar sýningar listamanna á borð við Mugg
(Guðmund Thorsteinsson) og Kristínu Jónsdóttur í Danmörku, sem ekki
höfðu skilað sér til íslands nema að takmörkuðu leyti. Svo ekki sé minnst á
listamenn eins og Júlíönu Sveinsdóttur, sem bjó í Danmörku mestan hluta
starfsævi sinnar.
Aukinheldur voru aðstandendur atorkusamir og gumuðu óspart af sam-
92
www.malogmennmg.is
TMM 2000:2