Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2000, Blaðsíða 84
Göran Tunström Undan tímanum Göran Tunström lést í Stokkhólmi 5. febrúar 2000 á sextugasta og þriðja aldursári. Eftirfarandi kafli um tilurð Jólaóratóríunnar erþýddur úr bók hans Under tiden sem út kom 1993 í kjölfar langrar ritkreppu. Titill bókarinnar er tvírœður, getur merkt hvort heldur sem er „Á meðan“ eða „ Undan tímanum“ Sjálfur sagði Göran að þetta vœri „lítil bók um það að geta ekki skrifað“. Nær væri þó að kalla hana mikla bók um það að skrifa. Þórarinn Eldjárn Ég þurfti að skrifa um Sorg. Mig langaði að skoða reynslu sem ég hef deilt með mörgum og kanna hvernig hún hagar sér við ýmsar aðstæður. Hvort sú reynsla væri einungis neikvæð eða hvort ef til vill væri hægt að virkja átökin við sorgina með já- kvæðum hætti. Vegna þess að þegar ég ígrundaði höfundarverk mitt komst ég að því að sorgin var uppspretta þar sem nýtt og ferskt vatn niðaði sífellt. í bók eftir bók hafði ég getað drukkið af „sorgarinnar tæru lind“ En Sorg er engin Saga. Nóg var um atvik, en mig skorti regnhlífarsögu; yfirgripsmikla sögn sem rúmaðist í fimm til tíu línum. Eins og þessa: Opinber starfsmaður vaknar morgun einn og uppgötvar að hann hefur breyst í bjöllu og finnst það ekkert sérlega þægilegt. Eða þessa: Sjóari sem heitir Odysseifur vill komast heim til kellu sinnar eftir stríðið. Það tekur sjö ár, sem er alveg í það lengsta. Mig langaði að skrifa skáldsögu sem væri margradda, þess vegna þurfti yf- irgripið að vera stórt og einfalt, það varð að geta hnýtt saman alla þá fundi sem ég vildi kanna, spil tengslanna, enda erum við mennirnir tengsl í anda Bubers, ekki lokuð kerfi. Sá sem er á veiðum finnur sér ævinlega bráð, eða með orðum Gyllenstens: „maður gefur gaum að og ýtir undir það í lífi sínu og líferni sem getur vökvað þennan vaxandi skapnað þannig að hann beri ávöxt. Innræting. Innlifun.“ Og nú vildi svo til að við vorum stödd í Asíu, í leit að annarri skáldsögu sem um þær mundir hélt mér föngnum. Dag einn í Katmandu í Nepal - þar sem við bjuggum í heljarkulda í mánuð - hittum við Svía sem vann við þróunar- 82 www.malogmenning.is TMM 2000:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.