Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Síða 4

Bókasafnið - 01.06.2014, Síða 4
Bókasafnið 38. árg. 2014 4 manna var mæting góð og ríkti mikil ánægja með heimsóknina. Lands- bókavörður skrifar um stefnu Lands- bókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns fyrir næstu fjögur árin. Þá er grein um ofgnótt upplýsinga eða „gagnagnótt“ og vangaveltur um ým- is hugtök henni tengdri. Tveir starfs- menn bókasafns Kópavogs segja frá kynnisferð til Kölnar til að fræðast um starfsemi og útlán á rafbókum á almenningsbókasafni þar í borg. Síðastliðið haust stóðu Samtök for- stöðumanna almenningsbókasafna fyrir málþingi um málefni almenn- ingsbókasafna á Íslandi í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Mennta- og menningar- málaráðuneytið. Sunna Njálsdóttir, forstöðumaður bókasafns Grundar- fjarðar gerir málþinginu góð skil og greinir frá helstu niðurstöðum fundarins. Gróa Finnsdóttir segir frá bókamessu í Svíþjóð af einstakri frásagnargleði. Skemmtileg lesning sem vekur mann til umhugsunar um lífið og tilveruna. Í jú límánuði 201 3 lést einn af okkar starfs-félögum, Guðrún H. Gísladóttir, sem vann lengi vel á bókasafni Orkustofnunar. Sveinbjörn Björnsson, fyrrum rektor Háskóla Íslands og sérfræðingur á Orkustofnun skrifar hér minningar- grein um Guðrúnu. Hefð hefur skap- ast fyrir því að birta frumsamin ljóð eftir félaga. Að þessu sinni fáum við að njóta nokkurra ljóða eftir Eyrúnu Ýr Tryggvadóttur. Eyrún er stjórnsýslufræðingur að mennt auk þess að hafa starfsréttindi sem bókasafns- og upplýsingafræðingur og grunn- og framhaldsskóla- kennari. Hún hefur starfað sem for- stöðumaður bókasafnsins á Húsavík frá 2002. Eftir hana hafa komið út fjórar skáldsögur og ein unglinga- bók. Að lokum vil ég vekja athygli á grein sem kemur frá tveimur kolleg- um í Bretlandi. Eðli málsins sam- kvæmt er hún á ensku, en ritnefnd þýddi útdráttinn á íslensku. Um er að ræða kynningu á skólanum Opening the Book, og gagnvirkum námskeiðum sem eru í boði á Netinu fyrir upplýsingafræðinga og annað starfsfólk bókasafna. Ég hvet lesendur til að lesa greinina og kynna sér þá mögu leika sem eru í boði sérstaklega með tilli ti til endur- menntunar. Þær breytingar urðu í ritnefnd haustið 201 3 að Brynhildur Jóns- dóttir, sem hefur verið í ritnefnd frá 2011 tók við gjaldkerastöðunni af Kristínu Ingunnardóttur. Undanfarin ár hefur ritnefnd falið utan- aðkomandi aðila söfnun auglýsinga en nú er hún í höndum Ólínar R. Þorvaldsdóttur sem hefur starfað í ritnefnd frá 201 2. Á þessu vori bætt- ist nýr meðlimur í ritnefnd, María Bjarkadóttir sem hefur starfað á bókasafni Tækniskólans. Hún hefur jafnframt verið í MLIS námi og út- skrifast í sumar. Ég býð hana hjartan lega velkomna. Fyrir hönd ritnefndar vil ég þakka þeim höfundum sem lögðu til efni í blaðið og ritrýnendum fyrir góðar og vandaðar umsagnir. Ég vil einnig þakka ritnefnd fyrir vel unnin störf, áhuga og skemmtilegt sam- starf ekki síst Helga Sigurbjörnssyni fyrir umbrotsvinnu. Þetta er annað tölublaðið sem ég ritstýri og er það von mín að lesendur finni eitthvað við sitt hæfi. Anna María Sverrisdóttir Útgefandi: Upplýsing. Félag bókasafns- og upplýsingafræða Lyngási 1 8, 21 0 Garðabæ. Sími 864-6220 Netfang: upplysing@upplysing. is Veffang: www.upplysing. is Prentun: GuðjónÓ – vistvæn prentsmiðja ©Upplýsing - Félag bókasafns- og upplýsingafræða áskilur sér rétt ti l að birta og geyma efni tímaritsins Bókasafnið á rafrænu formi. Óheimilt er að afrita á nokkurn hátt efni tímaritsins að hluta eða í heild nema með leyfi viðkomandi greinahöfunda og ritnefndar. Forsíðumyndin er af verkinu Heim - Heima eftir Ingu Óðinsdóttur, unnið árið 201 3 úr pappír fyrir sýninguna Heim sem hefur verið á flakki. Hún var fyrst opnuð í Silkiborg í Danmörku, fór síðan ti l Grænlands, Íslands, Limafjord í Danmörku og verður í Noratlantic brygge í Kaupmannahöfn í sumar. Ljósmyndina tók Lil ja Matthíasdóttir Bókasafnið • 38. árgangur júní 201 4 • ISSN 0257-6775 Ritnefnd: Anna María Sverrisdóttir, ritstjóri : bokasafnið. timarit@gmail .com Brynhildur Jónsdóttir, gjaldkeri: brynhildurjonsdottir@gmail .com Erlendur Már Antonsson: vefur Fregna og Bókasafnsins: erlendur@landsbokasafn. is Helgi Sigurbjörnsson, vefur Fregna og Bókasafnsins, umbrotsvinna: helgi.sigurbjornsson@mk. is Ólína Rakel Þorvaldsdóttir, auglýsingaöflun: bokasafnid@gmail .com María Bjarkadóttir: mbjarkadottir@gmail .com
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.