Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Síða 7

Bókasafnið - 01.06.2014, Síða 7
Bókasafnið 38. árg. 2014 7 auk áhrifa frá alþjóðlegum hugmyndastefnum, væntan­ lega meðal þeirra þátta sem leiddu til þess að örla tók á breytingum undir aldamótin 1800 með stofnun ýmis konar framfarafélaga, þar á meðal lestrarfélaga. Mark­ miðið með rekstri lestrarfélaganna var að bæta atvinnu­ hætti og afkomu landsmanna með því að gefa þeim kost á sjálfsnámi með bóklestri ﴾A. Breiðdælingr, 1878; Aðal­ geir Kristjánsson, 2008; Erla Hulda Halldórsdóttir, 2003; Grímur M. Helgason, 1974; Ingi Sigurðsson, 2003; Ingi­ björg Steinunn Sverrisdóttir, 1997; Jóhannes Guð­ mundarson, 1868; Jón Jónsson, 2003; Lilja Harðardóttir, 1997; Lyons, 2010; Sveinn Skorri Höskuldsson, 1970; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a, 2013b﴿. Sú þróun færðist mjög í aukana þegar leið á 19. öldina og fram á þá 20., ásamt stofnun ýmissa skóla, sem tengdust sérhæfðari atvinnuháttum og vinnumenningu. Ekki hefur þó verið þörf á sérmenntuðu starfsfólki í lestrarfélögum og þeim litlu almenningsbókasöfnum sem sett voru á fót hér á landi fyrr en síðar á 20. öld. 1 .2.1 Þörf skapast á sérhæfðu starfsfólki við skipulagða vistun og miðlun þekkingar Vísbendingar um þörf á sérmenntuðu starfsfólki komu fram um miðja tuttugustu öld í útgáfu handbókar um framkvæmd kjarnaverkþátta ﴾sjá hér að neðan﴿ í starfsemi bókasafna til nota fyrir starfsfólk þeirra ﴾Björn Sigfússon og Ólafur Hjartar, 1952﴿. Áður ﴾1937﴿ höfðu fyrstu lög um lestrarfélög verið sett. Í kjölfar fyrstu laga um almenningsbókasöfn 1955 mynduðu lestrarfélögin hluta almenningsbókasafnakerfisins ﴾Stefanía Júlíus­ dóttir, 2013a, s. 371; 2013b﴿. Þörf á sérmenntuðu starfs­ fólki skapaðist fyrr á rannsóknabókasöfnum og nám í bókasafnsfræði, sem hófst 1956 við Háskóla Íslands, var í upphafi miðað við þarfir þeirra. Tímabundið nám fyrir ófaglært starfsfólk almenningsbókasafna ﴾upp­ haflega hugsað fyrir ófaglærða forstöðumenn þeirra úti á landi﴿ hófst 1986 í Bréfaskólanum. Dreifnám í bóka­ safnstækni á framhaldsskólastigi, skemmra starfsnám en háskólanámið og á lægra skólastigi fyrir undirmenn á bókasöfnum hófst í árslok 2002 ﴾Sigrún Klara Hannes­ dóttir, 2005; Stefanía Júlíusdóttir, 2013a; Þóra Óskars­ dóttir, 1986; Þórdís T. Þórarinsdóttir, 2006﴿. 2 Kenningar Kenningarfræðilegur grunnur rannsóknarinnar er EET ﴾Ecological­evolutional theory﴿. Samkvæmt henni felur þjóðfélagsþróun annars vegar í sér stöðugleika og hins vegar breytingar. Breytingarnar eru tvenns konar: þær sem stöðugt eiga sér stað án þess að breyta grunn­ gerð þjóðfélagsins varanlega og þær sem örsjaldan hafa gerst í sögu mannkyns og hafa valdið byltingar­ kenndum umskiptum á þjóðfélagsgerðinni ﴾Lenski, 2005﴿. Síðartöldu breytingarnar eru mikilvægar þegar horft er til langtímaþróunar á atvinnumöguleikum, vinnu­ aðstöðu og eðli starfa, vegna þess að aðeins sú tegund breytinga veldur varanlegum umskiptum. Þetta á sér­ staklega við á því rannsóknarsviði sem hér er til umfjöll­ unar. Afar mikilvægt er þess vegna að greina á milli þessara tveggja tegunda breytinga ﴾Stefanía Júlíusdótt­ ir, 2013a﴿. Til þess að greina á milli þeirra tveggja tegunda breytinga sem hér eru til umræðu og orsökum þeirra reyndist nauðsynlegt að nota einnig sértækari kenning­ ar. Annars vegar kenninguna um kerfi fagstétta ﴾Abbott, 1988﴿, en samkvæmt henni eiga sér stað stöðugar breytingar á störfum og fagstéttum. Við greiningu á stöðugu breytingunum var kenning Abbotts mjög gagn­ leg, enda þótt hún hafi verið sett fram áður en áhrifa raf­ rænnar vistunar og miðlunar fór að gæta svo nokkru næmi. Ástæða þess hve nýtileg kenningin reyndist við greiningu á þróun sem átti sér stað um og eftir árþús­ undamótin er fólgin í henni sjálfri. Það er að segja kenn­ ingin er afstrakt, óbundin tegundum táknkerfa og miðlunarmáta og nýtist því óháð táknkerfi og miðlum sem notaðir eru. Jafnframt gaf það notkun kenningar Abbotts gildi í þeirri rannsókn sem hér er til umfjöllunar að samkvæmt henni greinir hann þróun bókasafns­ og upplýsingafræði í BNA, sem kemur að góðum notum í þessari rannsókn. Enda þótt Abbott víki að byltingarkenndum umskipt­ um nær kenning hans aðeins lítillega til þeirra, vegna þess að áhrifa rafrænnar vistunar, geymdar og miðlunar fór ekki að gæta svo nokkru næmi á rannsóknarsviðinu fyrr en seint á síðasta áratug 20. aldar. Til þess að greina þau skil sem verða þegar áhrifa rafrænnar geymdar og miðlunar tekur að gæta og til þess að geta metið hvort afleiðingar þeirra muni verða varanlegar var þörf á kenningu sem snýr sérstaklega að slíkri grein­ ingu. Sú kenning sem hér er notuð er miðilskenningin ﴾medium theory﴿ ﴾Meyrowitz, 2001﴿. Samkvæmt henni geta orðið byltingarkennd umskipti með tilkomu nýs miðils við vistun, geymd og miðlun þekkingar og upplýs­ inga, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Það er að segja miðils sem bætist við þá sem fyrir voru ﴾Meyrowitz, 2001﴿. Hefði kenning Abbotts verið eina kenningin sem notuð var til þess að greina þróunina hefði niðurstaðan orðið sú að á þróun þeirra fagstétta sem rannsóknir mínar náðu til hefðu ekki greinst nein meiri háttar skil. Dæmi eru um þannig niðurstöður annarra rannsókna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.