Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Side 8

Bókasafnið - 01.06.2014, Side 8
Bókasafnið 38. árg. 2014 8 ﴾t.d. ﴾Webster, 2010 ﴾1995﴿﴿, þótt kenning Abbotts hafi ekki verið notuð við greininguna. 2.1 .1 Kenning Abbotts um kerfi fagstétta Samkvæmt kenningu Abbotts mynda fagstéttir kerfi þar sem hver fagstétt ræður yfir óðali ﴾jurisdiction﴿, sem er yfirráða­ eða áhrifasvæði hennar. Abbott færði rök fyrir því að störf og hlutverk fagstétta breyttust stöðugt, það hefði smám saman áhrif á tengsl þeirra, og tengslin hefðu áhrif á þróun fagstéttanna. Sumar breytingar eiga upptök sín utan óðals fagstéttar, svo sem tæknilegar og stjórnmálalegar breytingar og þær sem félagsleg öfl valda, en aðrar innan óðals fagstéttar. Breytingarnar hefjast með röskun á ríkjandi stöðu, átök skapast um yfirráð óðals, uppstokkun fyrra skipulags á sér stað og í kjölfarið kemst á jafnvægi. Til þess að tryggja yfirráð sín yfir óðali og verjast innrásum annarra stétta tryggja fag­ stéttir sér forgang að störfum innan óðalsins með því að stofna fagfélög og fagtímarit, þróa og gefa út handbækur og önnur grundvallarrit á fagsviðinu, stjórna menntun og nýliðun fagfólks ﴾ráða jafnvel hverjir fái að mennta sig í faginu﴿, samþykkja siðareglur, skipuleggja menntun undirstéttar og koma sér upp lögvernduðu starfi ﴾sterkari aðgerð﴿ eða starfsheiti ﴾veikari aðgerð﴿, sé þess nokkur kostur ﴾Abbott, 1988, s. 1­95﴿. Bókasafns­ og upplýs­ ingafræðingur er til dæmis lögvarið starfsheiti. Einungis þeir sem fullnægja tilteknum skilyrðum og fengið hafa leyfisbréf mega nota það starfsheiti ﴾Lög um bókasafns­ fræðinga nr. 97/1984 með áorðnum breytingum 21/2001, 88/2008 og 26/2011﴿. Að hluta til er þróun fag­ stétta undir því komin hvernig þær stjórna aðgangi að fagþekkingu og færni. Annars vegar er um að ræða stjórn á aðgangi að tæknilegri færni, til dæmis að iðn­ þekkingu ﴾crafts﴿ og hins vegar stjórn á aðgangi að óhlutstæðri ﴾afstrakt﴿ þekkingu, til dæmis þekkingu há­ skólamenntaðra fagstétta ﴾professions﴿. Öflugasta vopnið í baráttunni við að halda yfirráðum sínum í óðali og að vinna ný er að dómi Abbott það að búa yfir af­ strakt þekkingu sem nota má á víðum vettvangi við lausn margs konar verkefna ﴾Abbott, 1988﴿. Óðulum ná fagstéttir undir sig með tvennu móti. Annars vegar koma þær að þeim ósetnum þegar um ný eða yfirgefin óðul er að ræða. Hins vegar verða þær að gera innrás og ná óðalinu á sitt vald, þegar um setin óð­ ul er að ræða. Ný óðul verða meðal annars til við til­ komu nýrrar tækni, jafnframt verða þá oft til nýjar fagstéttir og gamlar fagstéttir aðgreinast í sérhæfðar undirstéttir. Sem dæmi má nefna sérfræðinga í leitum í rafrænum gagnasöfnum á níunda og tíunda áratug síð­ ustu aldar og kerfisbókasafnsfræðinga ﴾system librari­ ans﴿, sérhæfð störf sem sköpuðust við tölvuvæðingu bókasafna. Gamlar fagstéttir geta líka sótt í ný óðul. Annað hvort yfirgefa þær gamla óðalið sitt og tapa þar yfirráðum, ef þær eru ekki nógu öflugar eða mannmarg­ ar til þess að halda yfirráðum í tveimur óðulum samtím­ is, eða stækka yfirráðasvæði sitt með því að bæta yfirráðum yfir nýja óðalinu við yfirráðin yfir því gamla. Ljóst er að miklu máli skiptir að skipuleggja varnir gegn árásum annarra fagstétta í eigið óðal. Almenningsálitið eða ímynd fagstéttar út á við getur einnig veitt henni að­ gang að eða jafnvel forræði yfir tilteknu óðali. Á sama hátt og ný tækni getur skapað ný óðul geta gömul óðul lagst af með tilkomu hennar. Auk þess sem að ofan er talið lagði Abbott áherslu á að yfirráð yfir afstrakt ﴾óhlut­ stæðu﴿ þekkingarkerfi væri öflugasta vopnið í átökum um yfirráð yfir óðulum ﴾Abbott, 1988, s. 1­95﴿. Almenningsálitið eða ímynd fagstéttar út á við getur einnig veitt henni aðgang að eða jafnvel forræði yfir tilteknu óðali. 2.1 .2 Miðilskenning (medium theory) Meyrowitz Meðal kenninga um byltingarkenndar breytingar er miðilskenning ﴾medium theory﴿ Meyrowitz ﴾2001﴿. Sam­ kvæmt henni hefur tilkoma þriggja tegunda sam­ skiptamiðla, sem bættust við þá sem fyrir voru markað þrjú meginmenningarskeið i sögu mannkyns. Skeið munnlegrar miðlunar, sem markaðist af tilkomu tákn­ kerfis tungumáls og þróaðist í kjölfar breytinga á radd­ færum manna ﴾Deibert, 1998 ﴾1997﴿; Lieberman, 1977﴿. Á því skeiði var þekking geymd huglægt. Skeið miðlunar með ritlist ﴾jafnt handskrift sem prentun﴿, sem markaðist af tilkomu táknkerfa til ritunar á áþreifanlegan miðil. Þau voru í fyrstu myndtákn en síðar stafróf og annars konar táknkerfi. Prentlistin jók framleiðslumöguleika á rituðu máli gífurlega og hafði byltingarkennd áhrif ﴾De Vinne, ﴾n.d. ﴾1876﴿﴿; Eisenstein, 1997 ﴾1979﴿﴿. Þriðja skeiðið er skeið rafrænnar miðlunar. Það markaðist af tilkomu rafrænna miðla. Á því skeiði skiptir notkun nýs táknkerfis, tvíundakótans ﴾aðrar gerðir kóta koma einnig til greina﴿ höfumáli að dómi þeirrar er þetta ritar. Viðfangsefni miðilskenningarinnar geta verið ein­ staklingar ﴾micro level﴿ jafnt sem þjóðmenning ﴾macro level﴿. Þau snúast um hvernig viðbót nýs samskiptamið­ ils, sem bætist við þá sem fyrir voru, getur breytt þjóðfé­ lagsgerðinni varanlega að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Meðal skilyrðanna er að frá blautu barns­ beini sé notkun nýja miðilsins hluti af daglegu lífi alls al­ mennings, og að almennt hafi fólk greiðan aðgang að

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.