Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Side 15

Bókasafnið - 01.06.2014, Side 15
Bókasafnið 38. árg. 2014 1 5 Sameining þjónustu almenningsbóka­ safna við grunnskólabókasöfn, framhalds­ skólabókasöfn og sérfræðibókasöfn var algengust. Einnig voru dæmi um samein­ ingu þjónustu almenningsbókasafna og skjalastjórnar ﴾records management﴿ og almenningsbókasafna og skjalasafna ﴾archives﴿ hjá sveitarfélögum. Árið 2001 voru gerðir sameinaðra þjónustueininga samskonar og árið 1989. Meginbreytingin fólst í fækkun hreinna almennings­ og sér­ fræðibókasafna, ásamt aukningu skjala­ stjórnareininga og sameinaðra sérfræðibókasafna og skjalastjórnarein­ inga. Árið 1989 var starfsvettvangur skjala­ safna talinn annar en bókasafna, þó fengust svör frá 6 forstöðumönnum sér­ fræðibókasafna um að þeir veittu einnig skjalastjórn forstöðu, auk þess sem að of­ an er nefnt um sameinaðar þjónustuein­ ingar almenningsbókasafna og skjala­ safna. Á tímabilinu fækkaði hreinum sér­ fræðibókasöfnum um 15%, en samsettum einingum sérfræðibókasafna og skjala­ stjórnar og skjalamiðstöðva fjölgaði úr 6 í 45 ﴾sjá töflur 2 og 3﴿. 5.2 Breytingar á mannafla í bóka- og skjalasöfnum frá 1 989 til 2001 Árið 1989 starfaði um 80% mannafla rannsóknarsviðsins í almenningsbóka­ söfnum og skólasöfnum og þar voru rúm 75% stöðugilda. Árið 2001 hafði orðið breyting á. Þá starfaði tæpt 60% mannafla rannsóknarsviðsins í almenningsbóka­ söfnum og skólasöfnum og þar voru tæp­ lega 55% stöðugilda ﴾sjá töflu 4, línu 4﴿. Að sama skapi hafði hlutur þjóðbókasafnsins og þeirra tegunda þjónustu­eininga ﴾há­ skóla­ og sérfræðibókasafna auk skjala­ stjórnar﴿ sem eru fyrir neðan það í töflu 4, aukist að mikilvægi sem vinnustaða á rannsóknasviðinu ﴾sjá töflu 4, línur 6, 12, 13﴿. Frá 1989 til 2001 fjölgaði stöðugildum um 92%, og heildarfjölda starfsmanna um 44%, sem leiddi til þess að starfshlutfall fólks í starfi jókst að meðaltali ﴾Stefanía * Tölur í dálknum þjónað af öðrum eiga við dálkinn ti l vinstri . Þannig voru 7 hrein almenningsbókasöfn sem fengu þjónustu frá öðrum og 6 almenningsbókasöfn, sem þjónuðu tveimur gerðum notendahópa, fengu þjónustu frá öðrum. Tafla 3: Fjöldi og tegundir þjónustueininga 2001 Tafla 4: Hlutfall af fjölda starfsmanna og stöðugilda 1989 og 2001 eftir tegund þjónustu

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.