Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Síða 17

Bókasafnið - 01.06.2014, Síða 17
Bókasafnið 38. árg. 2014 1 7 samtímis því sem útgáfa jókst um næstum 700%. Þegar nánar er að gætt sést að aukningin var mest í útgáfu utanmarkaðsrita. Sú þróun endurspeglar beytta miðlun atvinnuþekkingar og upplýsinga, að miðlun og geymd í riti tekur við af munnlegri miðlun og huglægri geymd jafnframt því að rannsóknir skipa æ stærri sess í atvinnulífi þjóðarinnar. Ofangreind ályktun er studd af mikilli aukningu skjala­ myndunar hjá opinberum aðilum á rannsóknartíma, samanborið við skjalamagn sambærilegra aðila sem hafði varðveist frá upphafi rit­ listar á Íslandi ﴾sjá mynd 2﴿. Sú aukning bendir einnig til síaukins mikilvægis ritaðra heimilda meðal annars fyrir íslenskt atvinnulíf ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a; Þjóðskjalasafn Íslands, 2008﴿. Á meðan pappír var miðill útgefinnar þekkingar var auðvelt að afla upplýsinga um hvað út hafði komið hér á landi, vegna þess að samkvæmt lögum um skylduskil skiluðu prentsmiðjur ﴾framleiðsluaðilar﴿ öllu prentverki til Landsbókasafns Íslands og útgáfuritin voru skráð í ís­ lensku þjóðbókaskrána ﴾Íslenzk rit, 1944­1973; Íslensk bókaskrá, 1944­2001﴿, ólíkt því sem gerðist meðal margra annarra þjóða, þar sem einungis markaðsrit voru skráð í þjóðbókaskrána ﴾Auger, 1996 ﴾1994﴿; Farace og Schöpfel, 2010; Lariviere, 2000﴿. Þetta breyttist með notkun tölvutækni við útgáfu og sérstaklega með ra­ frænni útgáfu. Með tölvutækni gátu stofnanir framleitt eigin útgáfurit sjálfar. Þau skiluðu sér ekki til Lands­ bókasafns Íslands vegna þess að útgefendur vissu ekki um skilaskylduna. Lög um skylduskil til safna nr. 20/2002 tóku gildi 1. janúar 2003. Fyrir þann tíma náðu skylduskil aðeins til pappírsútgáfu og hljóðrita, samkvæmt Lögum um skylduskil til safna nr. 43/1977. Af þeirri ástæðu var ekki hægt að kanna rafræna útgáfu árið 2002, enda þótt ljóst þætti um árþúsundamótin að ýmis mikilvæg utan­ markaðsrit væru aðeins gefin út rafrænt. Ganga má að því sem vísu að magn utanmarkaðsrita hafi verið ennþá meira í lok rannsóknatímabilsins en hér kemur fram ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Ljóst er að hlutfallslega hefur útgáfa aukist mun meira en fjöldi íbúa, sérstaklega utanmarkaðsútgáfa ﴾sjá mynd 1﴿. Jafnframt hefur magn skjala sem til verður hjá opinberum aðilum aukist gífurlega ﴾sjá mynd 2﴿ ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. 7 Greining niðurstaðna Niðurstöður gáfu til kynna að ástæður fyrir stórfelld­ um breytingum á gerð og landfræðilegri dreifingu þjón­ ustueininga bókasafna og skjalastjórnar hér á landi undir aldamótin 2000 væru félagslegar, svo sem breytingar á þéttleika byggðar og lagaumhverfi í al­ menningsbókasöfnum og skólasöfnum, en einnig á staðlaumhverfi. Það eru viðburðir af þeirri gerð sem stöðugt eiga sér stað. Þessar breytingar hafa haft áhrif á atvinnumöguleika, vinnuumhverfi og eðli starfa á rann­ sóknarsviðinu. Að mjög takmörkuðu leyti var um að ræða áhrif breytinga sem stöfuðu af tilkomu nýs miðils, notkun tvíundakótans og stafrænni þekkingar­ og upp­ lýsingamiðlun ﴾Stefanía Júlíusdóttir, 2013a﴿. Að sama skapi og dreifð byggð er vísbending um frumstæða atvinnuhætti ﴾Price, 1978﴿ er síaukinn þétt­ leiki byggðar vísbending um stöðugt þróaðri atvinnu­ hætti. Breytingar á hlutfalli utanmarkaðsrita af heildarútgáfu, auk gríðarlegarar aukningar heildarút­ gáfu, renna einnig stoðum undir þá ályktun að atvinnu­ hættir hafi breyst og að vinnuþekking sem áður var geymd huglægt og miðlað munnlega hafi í æ ríkari mæli *Skjalamagn opinberra aðila frá upphafi ritl istar á Íslandi fram ti l 1 985 á Þjóðskjalasafni Íslands. H afa ber í huga að ennþá eru sum skjöl þessa tímabils í Danmörku og margt hefur glatast í tímans rás. ** Áætluð aukning skjalamagns opinberra aðila fram ti l 2032 (H eimild Þjóðskjalasafn Íslands, 2008. Gerð myndar J úlíus Þór H alldórsson). Mynd 2: Aukning á magni opinberra skjala á Íslandi frá því að latneska stafrófið barst til landsins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.