Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2014, Qupperneq 29

Bókasafnið - 01.06.2014, Qupperneq 29
Bókasafnið 38. árg. 2014 29 ásamt aðgangi að fjölmiðlaumfjöllun um nýjungar á sviði heilbrigðsvísinda og ýmiss konar öðrum upplýsingum, meðal annars bæklingum sem hægt var að prenta út og sniðnir voru að þörfum sjúklinga. Uppfærsla gagna­ safnsins var hröð og leitir geysilega öflugar og að­ gengilegar fyrir alla. Þetta safn var ætlað fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem hafði ekki aðgang að bóka­ safni, til dæmis á litlum heilsugæslustöðvum á lands­ byggðinni. Efni þess var bæði tekið úr helstu tímaritunum og líka úr umræðum samfélagsmiðla, sjá mátti um hvað var verið að tala í sambandi við heilbrigð­ ismálin. Og svo náttúrulega nýjustu rannsóknir. Það var mjög sérstakt að geta fengið að hafa þetta opið fyrir hvern sem var, ekki bara fyrir starfsmenn heldur líka fyrir gesti og gangandi sem komu á söfnin. Í starfinu á Bókasafni Landspítala gerði ég könnun á notkun tímarita. Hún náði til tímarita í áskrift á pappír og rafrænt og einnig notkun efnis úr tímaritum sem fengið var í millisafnaláni. Með könnuninni var meðal annars aflað upplýsinga til þess að meta hve mörg ár aftur í tím­ ann þyrfti að geyma tímaritin og hver kostnaður væri við hverja notkun, annars vegar í rafrænum aðgangi og hins vegar með áskrift að pappírstímaritum eða í millisafn­ alánum. Þessar upplýsingar voru nauðsynlegar fyrir mig sem stjórnanda til þess að meta hvernig haga skyldi að­ föngum í framtíðinni. Ekki var hægt að hafa sama hátt á og verið hafði vegna þess að tímaritaáskriftir höfðu hækkað um 10­15% árlega, auk þess sem rými safnsins til að geyma safnkost var að verða uppurið. Það varð að breyta stefnu safnsins um með hvaða hætti aðgangur var veittur að útgáfuritum. Ljóst var fyrir rannsóknina að fólk ljósritaði aðallega úr tímaritum á pappír og las annars staðar en á lesstofu safnsins. Söfnun gagna á notkun þess efnis var með þeim hætti að þegar notandi ljósritaði úr tímariti þá var það bara lagt til hliðar, ekki sett aftur í hillu, og síðan í lok dagsins var starfsmaður sem merkti við frá degi til dags: úr hvaða tímariti, hvaða árgangi og hefti hafði ver­ ið ljósritað. Upplýsingarnar sem fengust gáfu meðal annars til kynna hvað væri æskilegt að geyma papp­ írstímaritin langt aftur í tímann, auk þess að sjá hver notkunin var á einstökum pappírstímaritum. Sams konar upplýsingum var safnað um það efni sem fengið var í millisafnaláni og um notkun á því efni ﴾ekki bara tímarit­ um hjá Ovid, heldur líka um leitir í gagnasöfnunum þar﴿ sem voru í rafrænni áskrift. Þar sem vitað var hvað áskriftir einstakra tímarita kostuðu var hægt að reikna út kostnað á hverja notkunareiningu. Þetta rafræna var langódýrast. Þegar við gerðum þessa rannsókn kom í ljós að sum tímarit sem starfsfólk hafði heimtað að fá keypt og kostuðu kannski þúsundir dala á ári voru nán­ ast ekkert notuð. Það hefði verið miklu ódýrara að kaupa eina og eina grein eftir hendinni, samkvæmt beiðnum frá notendum. Ef ég hefði verið lengur hefði ég bylt þjónustunni, nánast alveg hætt með pappírsrit. Það er reyndar orðið þannig núna. En jafnframt hefði ég dregið mjög úr áskriftarritum. Doktorsnámið Ég hóf doktorsnámið við Åbo Akademi í Turku haustið 2001 og byrjaði á því að dvelja í Turku í um það bil mánuð við að skipuleggja verkefnið í samráði við leiðbeinanda minn þar, Mariam Ginman prófessor. Síðar flutti ég mig heim í Háskóla Íslands og prófessorarnir Jóhanna Gunnlaugsdóttir og Þorbjörn Broddason voru leiðbeinendur mínir þar. Hugur minn stóð upphaflega til þess að kanna áhrif tækniþróunar á atvinnumöguleika og störf í bókasöfnum. Fljótt áttaði ég mig á því að áhrif félagslegrar þróunar og tæknilegrar þróunar eru samtvinnuð. Til þess að átta sig á áhrifum tækninnar þurfti að finna leið til þess að að­ greina áhrif félagslegu þáttanna og þeirra tæknilegu á þeim tíma sem breytingarnar áttu sér stað. Nauðsynlegt var að finna bæði kenningu eða kenningar til þess að styðjast við og einnig aðferðir til þess að greina á milli hvort tiltekin samtímaþróun hefði átt sér stað vegna tæknibreytinga, félagslegra breytinga eða hvors tveggja. Þetta var nauðsynlegt til þess að átta sig á hver tæknilegu áhrifin yrðu þegar til lengri tíma var litið. Aðferðin sem ég notaði í doktorsverkefninu nefnist Sequential explanatory strategy ﴾eins konar rann­ sóknaröð﴿ og felst í því að fyrst er gerð megindleg rann­ sókn og síðan eigindleg til þess að leita skýringa á niðurstöðum megindlegu rannsóknarinnar. Helsti galli þessarar aðferðar er hve langan tíma hún tekur. Í raun­ inni gerði ég þrjár megindlegar rannsóknir og eina eigindlega. Áður en ég hóf doktorsnámið hafði ég gert megind­ lega könnun á þjónustueiningum og mannafla bóka­ safna hér á landi 1989 og hafði alla tíð langað til þess að endurtaka hana til þess að afla upplýsinga um þróunina sem orðið hafði síðan þá. Það gerði ég haustið 2001 sem hluta doktorsverkefnisins og tók þá með þjónustu­ einingar skjalastjórnar og starfsfólk þeirra. Skjalastjórn var orðinn svo stór hluti af starfsvettvangi bókasafns­ og upplýsingafræðinga að það var ekki hægt að líta fram hjá henni. Þannig hafði það ekki verið árið 1989. Þessar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.