Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Side 39

Bókasafnið - 01.06.2014, Side 39
Útdráttur Þessi grein fjallar um tvo þætti; umboð skjalastjóra til athafna í innleiðingaferli og stuðning stjórnenda við innleiðingu á rafrænu skjalastjórnunarkerfi. Rannsóknin byggir á blandaðri aðferðafræði, eigindlegum og megin­ dlegum rannsóknaraðferðum. Tekin voru hálfopin viðtöl við átta skjalastjóra sem höfðu tekið þátt í innleiðingu á rafrænu skjalastjórnunarkerfi og sendur var út spurn­ ingalisti til félagsmanna í Félagi um skjalastjórn. Gögn­ um var safnað frá október 2010 til mars 2012. Rannsóknarspurningarnar beindust að eftirfarandi: Hvort umboð skjalastjóra til athafna nauðsynlegt í inn­ leiðingarferlinu og hversu mikilvægur stuðningur stjórn­ enda við innleiðingu rafræns skjalastjórnunarkerfis hefði verið. Helstu niðurstöður eru þær að kenningar og líkön breytingastjórnunar styðja vel við innleiðingarferli á raf­ rænu skjalastjórnunarkerfi. Í upphafi innleiðingarferlis þarf að skilgreina hlutverk skjalastjóra og gera hann ábyrgan fyrir öllum þáttum skjalastjórnunar, eins og hönnun, innleiðingu og viðhaldi skjalakerfa innan skipu­ lagsheildar. Gera þarf starfsfólki grein fyrir þörfinni og megintilgangi innleiðingarinnar, ástæðu fyrir breyting­ unum og megintilgangi með innleiðingunni. Skjalastjór­ um ber að veita fullt umboð til athafna og skilgreina þarf til hlítar verksvið þeirra. Jafnframt er brýnt að upplýsa starfsfólk um umboðið. Inngangur Rafræn skjalastjórnunarkerfi ﴾RSSK – Electronic Records Management Systems, ERMS﴿ eru notuð til þess að stýra skjalahaldi, fanga skjöl og varðveita skjöl allan líftíma þeirra. Notkun slíkra kerfa kallar á umtals­ verðar breytingar á vinnubrögðum starfsfólks til þess að notkun þeirra skili tilætluðum árangri. Með skilvirkri inn­ leiðingu á starfsfólk, sem býr yfir lágmarkstölvukunnáttu, að geta notað kerfin á réttan hátt og aðlagast auðveld­ lega þeim nýju vinnubrögðum sem hljótast af því að taka þau í notkun. Rannsókn var framkvæmd á hlutverki skjalastjóra í breytingarferli við innleiðingu á RSSK í íslenskum skipu­ lagsheildum1. Gögnum var safnað á tímabilinu október 2010 til mars 2013. Við gagnasöfnun voru annars vegar tekin viðtöl við skjalastjóra í átta skipulagsheildum og hins vegar var spurningakönnun send á póstlista Félags um skjalastjórn ﴾skjalastjorn@listar.ismennt.is﴿. Gagnasöfnunin skilaði umfangsmiklum niðurstöðum ﴾Magnea Davíðsdóttir, 2013﴿ en tilgangur þessarar tímaritsgreinar er að kynna niðurstöður tveggja þátta rannsóknarinnar þar sem leitast var við að finna út ﴾1﴿ hvernig umboð skjalastjóra til athafna við innleiðingu á RSSK hefði reynst vera og ﴾2﴿ hvernig stuðningi stjórn­ enda við innleiðingu á RSSK hefði verið háttað. Einnig verða skoðanir skjalastjóra á þessum mikilvægu þáttum ræddar. Helstu niðurstöður voru þær að skjalastjórarnir voru sammála um að þeir þyrftu fullt umboð til athafna á inn­ leiðingartímanum svo og góðan stuðning stjórnenda ætti verkefnið að heppnast. Enn fremur kemur fram að tals­ verður hluti skjalastjóra hafði ekki slíkt umboð og þar sem umboð til athafna var skýrt og stuðningur stjórn­ Magnea Davíðsdóttir hefur lokið BA prófi í bókasafns­ og upplýsingafræði og MA í bókasafns­ og upplýsingafræði með áherslu á rafræn samskipti hjá skipulagsheildum. Hún starfar sem skjalastjóri hjá Skiptum hf. og áður sem skjalastjóri hjá VR frá 2005­2013. Umboð skjalastjóra og stuðningur stjórnenda við innleiðingu á rafrænu skjalastjórnunarkerfi, RSSK Jóhanna Gunnlaugsdóttir, MSc﴾Econ﴿, PhD, er prófessor í Upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Magnea Davíðsdóttir og Jóhanna Gunnlaugsdóttir 1 Skipulagsheild (organization), orðið er hér notað sem samheiti yfir fyrirtæki, stofnanir, félög, sambönd og félagasamtök. Ritrýnd grein

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.