Bókasafnið

Útgáva

Bókasafnið - 01.06.2014, Síða 43

Bókasafnið - 01.06.2014, Síða 43
Bókasafnið 38. árg. 2014 43 virkja þá gæti skipt sköpum hvort innleiðingin heppnað­ ist. Samkvæmt viðtölunum virtist sem stjórnendur hefðu ekki alltaf haft skýr markmið í upphafi varðandi innleið­ ingu RSSK. Ekki virtist hafa verið nægilega ljóst hvað stjórnendur ætluðu sér með breytingunum og hver til­ gangurinn hefði verið með innleiðingunni. Margt benti til þess að væru stjórnendur ekki tilbúnir fyrir breytingar og hvatinn til breytinga kæmi ekki frá æðstu stjórnendum yrði niðurstaðan ekki árangursrík. Allir viðmælendur voru sammála um mikilvægi þess að yfirmenn og milli­ stjórnendur sýndu frumkvæði og væru góðar fyrirmyndir í breyttum starfsháttum svo að undirmenn tækju mark á breytingunum. Tveir viðmælenda bentu á að yfirmenn þeirra, sem tóku ákvörðun um að innleiða RSSK, ynnu ekki eftir nýju verklagi. Einn viðmælenda benti á að reynsla hans hefði verið sú að væri skipulagsheild með stjórnendur, sem væru tilbúnir til þess að tileinka sér breytt vinnulag, gengi innleiðingin mun betur fyrir sig. Hann benti einnig á að stjórnendur áttuðu sig ekki alltaf á því að við inn­ leiðingu á RSSK færi af stað ákveðið breytingaferli. Hjá fjórum skjalastjórum var annað uppi á teningn­ um þegar kom að stuðningi stjórnenda. Ákvörðun um innleiðinguna og breytingaferlið var tekin af æðstu stjórnendum og svo virtist sem búið hefði verið að undir­ búa hinn almenna starfsmann undir breytingarnar. Stjórnunarlegt umboð skjalastjóra og aðgangur að stjórnendum virtist þarna hafa skipt sköpum. Einn við­ mælenda benti á að hann hefði heyrt beint undir yfir­ stjórn og hefði haft allan stuðning stjórnenda. Annar viðmælandi benti á að með því að ná til stjórnenda í upphafi hefði hann „verið komin með ákveðið verkfæri í hendurnar“. Á þessu fyrsta stigi hefði verið komið á ákveðið samkomulag á milli skjalastjórans og stjórnenda, ákveðinn stuðningur stjórnenda í innleið­ ingarferlinu. Allir viðmælendur tóku undir mikilvægi þess að vera sýnilegir og nálægir yfirstjórninni. Einn viðmælenda benti á að hefði ágreiningur komið upp innan hans skipulagsheildar hefði hann vísað málum til yfirstjórnar og þar hefði verið tekið á ágreininginum. Hann lagði áherslu á að með því hefði hann náð að afla sér ákveð­ innar virðingar innan skipulagsheildarinnar þannig að mark væri tekið á honum. Allir viðmælendur lögðu áherslu á að millistjórnend­ ur væru mikilvægir þátttakendur í breytingaferlinu og bentu á að þeir væru einnig lykilstarfsmenn varðandi það að innleiðingin og breytingaferlið í heild gengi vel fyrir sig. Annar viðmælanda lagði einnig áherslu á mikil­ vægi millistjórnenda og sagði að í upphafi hefði hann nýtt sér millistjórnendur á þann veg að þeir væru „þéttur og öflugur hópur“. Því næst vann hann með hverri deild fyrir sig. Þriðji viðmælandi benti á að hann hefði fengið stuðning millistjórnenda í upphafi innleiðingarinnar en tók fram að honum hefði fundist skorta mikið á að þeir sýndu öðru starfsfólki í verki að þeir væru góðar fyrir­ myndir og samstarfsfólk fyndi fyrir viðhorfinu og stuðn­ ingnum. Í megindlega hluta rannsóknarinnar kom fram að skjalastjórar báru ekki fullt traust til æðstu stjórnenda til þess að viðhalda þeim breytingum sem innleiðing RSSK fól í sér en sú fullyrðing lenti á aðgerðabili, 3,55. Enn fremur kom fram að millistjórnendur, sem oft gegna lyk­ ilhlutverki í breytingum, studdu ekki mikið við bakið á breytingunum en 72,2% skjalastjóra voru sammála eða mjög sammála þeirri fullyrðingu. Heldur fleiri skjalastjór­ ar töldu sig hafa fullt umboð æðstu stjórnenda við inn­ leiðinguna. Þrátt fyrir minna traust til æðstu stjórnenda sögðust 79% skjalastjóra að æðstu stjórnendur hefðu stutt innleiðinguna og breytingaferlið. Í þessum hluta rannsóknarinnar kom enn fremur fram að skjalastjórar höfðu ekki fengið næga þjálfun eða fræðslu fyrir innleið­ ingu kerfisins og stjórnendur sýndu hvorki mikið frum­ kvæði né voru góðar fyrirmyndir við innleiðinguna. Umræður og samantekt Hér að framan hefur verið gerð grein fyrir tveimur þáttum rannsóknar sem framkvæmd var á árunum 2010 til 2013 um hlutverk skjalastjóra í breytingarferli á inn­ leiðingartíma rafrænna skjalastjórnunarkerfa ﴾RSSK﴿. Þeir þættir, sem hér um ræðir, snéru að umboði skjala­ stjóra til athafna í innleiðingarferlinu og stuðning stjórn­ enda við verkefnið á innleiðingartíma. Í ljósi gagnagreiningar og rýni í niðurstöður er ekki úr vegi að setja fram þá kenningu að því ríkara sem umboð skjala­ stjóra til athafna í breytingarferli og innleiðingu á RSSK reynist svo og styrkur stuðningur stjórnenda við verk­ efnið þeim mun skilvirkari og árangursríkari verður inn­ leiðingin á RSSK. Rannsóknin leiddi í ljós að aðferðir breytinga­ stjórnunar eiga vel við þegar innleiða á nýtt upplýsinga­ kerfi líkt og RSSK ﴾Heyes, 2002; Hiatt, 2006; Kotter, 1996, 2002; Smyth, 2005﴿. Árangursrík innleiðing skiptir sköpum þegar koma skal á kerfisbundinni, rafrænni upplýsinga­ og skjalastjórnun með notkun RSSK ﴾Greg­ ory, 2005; Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2005; 2007; Maguire, 2005; Staðlaráð Íslands, 2005a; 2005b﴿. Helstu niðurstöður voru þær að þátttakendur voru sammála um að þeir þyrftu fullt og skýrt umboð til athafna í innleiðingarferli RSSK. Það er í samræmi við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar: 38. árgangur (01.06.2014)
https://timarit.is/issue/382244

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

38. árgangur (01.06.2014)

Gongd: