Bókasafnið - 01.06.2014, Blaðsíða 69
Fyrir hálfri öld síðan var verið að leita að heiti á
nýstárlegu tæki sem borist hafði til landsins. Í útvarps
þættinum „Veðrið í vikunni“ þann 19. desember 1964
ræddi Páll Bergþórsson þáverandi veðurstofustjóri um
rafeindareiknivélina, „þá galdranorn rafeindatækninnar
sem menn leita til með erfiðastar ráðgátur nú á dögum“.
Hann lagði til að orðið vala yrðið notað um hana. Vala er
smábein í hækillið sauðkindar á milli fótleggjar og lang
leggjar sem börn fyrr á tímum tylltu upp á höfuð sér áður
en þau fóru með eftirfarandi þulu:
Segðu mér nú, Vala mín,
Það sem ég spyr þig um;
Ég skal með gullinu gleðja þig
Og silfrinu seðja þig,
Ef þú segir mér satt
En í eldinum brenna þig
Og koppinum kæfa þig
Ef þú lýgur að mér.
Því næst báru þau upp spurningu sem svara mátti
neitandi eða játandi. Svo steyptu þau völunni á gólfið og
lega völunnar ákvarðaði svarið ﴾Baldur Jónsson, 1994,
bls. 36﴿.
Orðið vala varð þó ekki fyrir valinu heldur orðið tölva.
Tölva er einstakt nýyrði myndað af orðunum tala og
völva ﴾orðin vala og völva eru skyld﴿ sem kom til greina
að yrði tekið upp í öðrum Norðurlöndum að íslenskri fyr
irmynd en varð ekki úr ﴾Baldur Jónsson, 1994, bls. 33﴿.
Undanfarin misseri hefur nýtt hugtak verið að ryðja
sér til rúms á sviði upplýsingatækni sem á ensku nefnist
big data. Hugtakið er að vissu leyti tískuorð, notað í
auglýsingaskyni en án þess að fyrir liggi almenn skil
greining á því. Hugtakið vísar í stuttu máli til þess að
upplýsingatæknin í dag gerir okkur kleift að mæla, safna
saman og vinna úr margfalt meira magni af gögnum en
áður. Líkt og fyrir hálfri öld síðan er nú á ferð nýtt hugtak
sem vísar með nánast mótsagnakenndum hætti bæði til
stærðfræðilegrar fullvissu og yfirskilvitlegrar forspár
hyggju á sama tíma.
Bylting?
Á haustráðstefnu Advania sem haldin var í sept
ember 2013 hélt Páll Ríkharðsson dósent við viðskipta
deild Háskólans í Reykjavík erindi undir yfirskriftinni „Big
Data“ ﴾Páll Ríkharðsson, 2013﴿. Hann fjallaði um
möguleikana á nýtingu big data fyrir viðskiptafræði, svið
sem er nefnt viðskiptagreind. Ekki er komin hefð á Ís
landi fyrir þýðingu á hugtakinu, en Jón Arnar Jónsson,
tölvunarfræðingur, hefur lagt til orðið gagnagnótt sem
mér þykir tilvalin þýðing. Í tölvutækri íslenskri orðabók á
vefnum snara.is er eftirfarandi skilgreining á orðinu of-
gnótt:
feikimikið af e-u, fullmikið af e-u
tölvutækni nútímans með ofgnótt upplýsinga
Samkvæmt svari við fyrirspurn minni til tölvu
orðanefndar Skýrslutæknifélags Íslands er hins vegar
annað orð talið heppilegra yfir big data en það er orðið
gríðargögn. Kvenkyns orðið gríð merkir ákafi eða áfergja
og er oftast notað sem forliður við lýsingarorð til þess að
undirstrika mikilleika, til dæmis gríðarstór, gríðarmikill og
gríðarlegur. Orðið gríð er einnig notað í orðasambandinu
„í gríð og erg“ en hefur þá neikvæðari blæ þar eð kven
kynsorðið ergi merkir „geðvonska; ákafi“ og ergja
„gremja; ákafi, ágirnd“ ﴾Guðrún Kvaran, 2005﴿. Það er
skoðun höfundar að orðið gagnagnótt eigi betur við og
Hrafn H. Malmquist útskrifaðist með MLISgráðu í febrúar 2013 og hafði fyrir BA
gráðu í stjórnmálafræði. Hann hóf störf við skylduskiladeild Landsbókasafns
Íslands – Háskólasafns á árinu 2013 þar sem hann sérhæfir sig í rafrænu efni.
Hráefni þekkingarhagkerfisins
Hrafn H. Malmquist