Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Side 71

Bókasafnið - 01.06.2014, Side 71
Bókasafnið 38. árg. 2014 71 sem ekki hefur tekist að ljóslesa. Til staðfestingar á því að orðið sé rétt þýtt þurfa að meðaltali fimm ein­ staklingar að slá inn sama orðið. Luis Von Ahn hefur því hannað einstaklega hugvitsamt kerfi sem dregur úr ruslpósti á netinu og á sama tíma bætir ljóslestur bóka. Ár­ ið 2013 var áætlað að ígildi um 250.000 vinnustunda færu í þessa vinnu gegnum reCAPTCHA á degi hverjum! ﴾Mayer­Schönberger og Cukier, 2013, bls. 98­99﴿. Í grein sinni í síðasta tölublaði Bókasafns­ ins nefndi Óli Gneisti Sóleyjarson ﴾2013﴿ slíka vinnu lýðvistun ﴾e. crowdsourcing﴿ sem er að mati höf­ undar prýðileg þýðing. Magn og umfang Í tölvuheiminum vísar lögmál Moores til þess að afkastageta tölvutækni tvöfaldist á um tveggja ára fresti ﴾það er jafnvel talað um 18 mánaða frest﴿. Hér er meðal annars átt við vinnslugetu örgjörva, minnisstærð skyndiminnis og geymslugetu harðra diska.4 Slíkur vöxtur nefnist veldisvöxtur ﴾sjá mynd 3﴿. Ef við miðum við að afkastageta venjulegrar heimilistölvu hafi verið 5 árið 2004 þá væri afkastagetan orðin 160 í ár, eða 32­falt meiri! Timarit.is, einn af vefjum Landsbókasafns Íslands ‒ Háskólabókasafns, hefur að geyma meira en 4,5 milljón­ ir blaðsíðna sem búið er að mynda stafrænt og ljóslesa. Þar af leiðandi er hægt að leita í texta meirihluta þeirra tímarita sem komið hafa út á Íslandi frá upphafi. Möguleikarnir á að nýta sér tölvutæknina til þess að veita nýja innsýn í þetta efni eru nánast óendanlegir. Sem dæmi mætti nefna athugun á útbreiðslu og tíðni á notkun orða og hugtaka, og þar af leiðandi hugmynda, eftir tíma og landfræðilegri staðsetningu. Íslenska fyrirtækið Snertill hefur komið upp stórum gagnagrunnum fyrir fjölda sveitarfélaga á Íslandi þar sem búið er að tengja landfræðilega staðsetningu húsa við skannaðar húsateikningar arkitekta.5 Þannig er til dæmis hægur leikur að slá upp upprunalegum teikning­ um Ragnars Emilssonar af Kópavogskirkju frá 1958. Byggingarfulltrúinn í Reykjavik hefur veitt aðgang að aðaluppdráttum bygginga í gegnum netið frá því í maí 2013. Íslenska fyrirtækið DataMarket, sem hefur það að markmiði að verða „Google fyrir tölur“, hefur hafið útrás til Bandaríkjanna og stofnað söluskrifstofu í Boston ﴾Fitzgerald, 2013﴿. DataMarket vinnur aðallega við að safna saman gögnum frá ótal mismunandi rannsóknar­ og greiningaraðilum og samræma ﴾e. normalize﴿ gögnin, viðhalda tengingum við þau og miðla til viðskiptavinanna í gegnum eina gátt þar sem viðskiptavinurinn getur leit­ að, myndbirt, borið saman og síðan sótt gögnin á því sniði sem best hentar. Mikil eftirspurn er eftir gögnum DataMarket og eru helstu viðskiptavinir fyrirtækisins markaðsrannsóknafyrirtæki og ráðgjafafyrirtæki sem vinna ítarlegar greiningar úr gögnunum. Það hefur ekki farið mjög hátt að gögn úr Íslensku kosningarannsókninni hafa verið aðgengileg almenningi á vef Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2011. Íslenska kosningarannsóknin var leidd af prófess­ or Ólafi Þ. Harðarsyni og er viðamikil rannsókn þar sem Mynd 2. Þessi reCaptcha birtir orðið „morning“ sem er tekið úr ofangreindum texta og tekst ekki að ljóslesa. Það þarf því að slá það inn. Seinna orðið, „overlooks“, getur hugbúnaðurinn ljóslesið en þarf sömuleiðis að slá inn rétt til staðfestingar á því að manneskja sé á ferð. 4 Í grein sinni í Tölvumálum árið 1980 var Páll Jensson ansi sannspár þegar hann skrifaði: „Ljóst er að vélbúnaður verður á næstu árum og áratugum sífellt ódýrari, hraðvirkari, umfangsminni og áreiðanlegri. Smátölvur og útstöðvar, þar á meðal örþunnir "flatskjáir" ﴾display panels﴿, verða á flestum skrifstofum og heimilum, og símakerfið mun bjóða upp á flutning upplýsinga innan lands og milli landa á sérstökum gagnarásum. Sjálfvirk tölvustýring framleiðslu og vélmenna af ýmsu tagi munu einkenna iðnaðinn, bændur fá fóðrunartölvur og hægri hönd togaraskipstjóra verður tölva með gagnabanka um miðin o.fl.“. Bls. 12. 5 Sjá http://infrapath.is

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.