Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2014, Síða 78

Bókasafnið - 01.06.2014, Síða 78
Bókasafnið 38. árg. 2014 78 sjón með Makerspace, kemur þessi hluti til með að taka undir sig stærra húsnæði þegar fram líða stundir og hef­ ur hún farið fyrir hugmyndavinnu á því verkefni. Í hinum enda hæðarinnar er herbergi sem hefur að geyma fá­ dæma góðan flygil. Þar getur fólk bókað tíma, lokað að sér og leikið tónlist. Þeir sem nýta sér Makerspace bóka gjarnan flygilinn til listsköpunar. Makerspace rýmið er einnig notað fyrir ýmis konar námskeið sem tengjast ekki endilega listsköpun, til dæmis iPad námskeið. Samfélagsmiðlar Samfélagsmiðlar eru mikið notaðir á safninu í Köln til að auglýsa viðburði og aðra starfsemi, þó eru þeir notaðir á mismunandi hátt. Teymi sér um að setja efni inn á samfélagsmiðlana sem jafnframt ritstýrir efninu. Öllu starfsfólki safnsins ﴾um 170 manns﴿ er skipt niður í teymi og hvert teymi sér um að uppfæra Facebook síð­ una eina viku í senn. Þeir senda efnið á ritstjórnina til yfirlesturs sem að lokum setur það inn á Facebook. Enginn er þó neyddur til að taka þátt í þessu. Facebook er notuð til að auglýsa viðburði, birta myndir og frétta­ mola um safnið og tengja við bloggfærslur safnsins. Twitter er meira notað til að fylgjast með því sem aðrir eru að gera og að tísta því áfram ásamt því að koma af stað umræðum um ýmis málefni og reynt að spila inn á húmor og hressileika. Bloggið er notað sem fréttaveita og pistlasafn á Netinu. Blaðamaður safnsins sér aðallega um að skrifa fréttir á bloggsíðuna. Á meðan við höfundar voru í heim­ skókn var tekið viðtal við okkur sem birtist bæði á blogginu og Facebook ásamt mynd. En þess má geta að ekki er sjálfgefið að fólk gefi leyfi til að birta mynd af sér opinberlega. Það er krafa bókasafnsins í Köln að leita verður samþykkis hjá þeim sem taka á myndir af áður en smellt er af. Þess vegna eru allar myndir sem teknar voru í ferðinni mannlausar eða af höfundum. Lestrarhvatning Boðið er upp á les­ og söngstundir fyrir börn á öll­ um aldri, allt frá þriggja mánaða til sex ára. Þetta lestrarhvetjandi verkefni er unnið í samstarfi við Stiftung lesen og er styrkt af Þýska Menntamálaráðuneytinu. Börnunum er skipt í þrjá aldurshópa: þriggja mánaða til tveggja ára, þriggja til fjögurra ára og fimm til sex ára. Öllum börnum er boðið að koma í eina heim­ sókn á bókasafnið þar sem er sungið, lesið og leikið við þau í 45­90 mínútur. Í lok heimsóknar fá þau og for­ eldrarnir taupoka með bókum fyrir viðkomandi aldur ásamt upplýsingabæklingum um verkefnið og safnið, sjá vefsíðuna http://www.lesestart.de/. Lestrarhvatning fyrir nýbúa Mülheim er stærsta útibú Kölnarbókasafns, staðsett í hverfi þar sem hátt hlutfall íbúa eru innflytjendur. Mikið er að gera í Mülheimsafni alla daga og er öll þjónusta þar augljóslega vel nýtt.Í bókasafninu í Mülheim er barnadeild sem hefur að geyma barnabækur á algeng­ ustu tungumálum innflytjenda, þar með taldar bækur sem eru á fleiri en einu tungumáli, til dæmis þýsku og tyrknesku, þýsku og ensku. Á safninu er einnig svo kallað mediabox, ferðataska sem er full af alls kyns fræðsluefni um menningu á ýmiskonar formi, svo sem geisladiska, mynddiska og bóka sem eru ætluð til að gera nýbúumaðlögun þeirra aðeins auðveldari. Með þessum mediaboxum geta innflytjendur útskýrt sinn menningarheim fyrir Þjóðverjum auk þess að viðhalda þekkingunni á eigin menningu. Mediaboxin eru fimm talsins og inniheldur hvert um sig ákveðið þema, svo sem trúmál, landafræði og menningu svo dæmi séu tekin. Mediabox eru lánuð út til þeirra grunnskóla sem hafa hátt hlutfall innflytjenda. Viðburðir Á almenningsbókasafninu í Köln eru rúmlega 1.300 viðburðir árlega og sóttu 24.000 manns þá árið 2012. Meðal þeirra eru: „Stafræn verkstæði” ﴾Digital works­ hops﴿ þar sem boðið er upp á kennslu og þjálfun í grunnatriðum við tölvunotkun, netnotkun, netöryggi, það sem Google finnur ekki, notkun á Ipad, umsýsla og meðferð stafrænna mynda og ýmislegt fleira. Þessar kynningar hafa verið mjög vinsælar hjá Kölnarbúum og hafa þær fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Vísinda­ kynningar þar sem höfundar fræðibóka eru fengnir til að kynna þær í samtalsformi við þekkta blaðamenn með áhorfendum í sal eru mjög vinsælir viðburðir. Á 3. hæð safnsins er skrifstofa rithöfundarins Heinrich Böll til sýnis eins og hún var þegar hann lést. Skrifstofan er varin með glervegg að framan til að hindra að fólk snerti munina. Einn af þeim ókostum sem fylgja þessari gjöf til safnsins er að hvorki má taka myndir til að nota í auglýsingar fyrir viðburði né geta gestir tekið myndir af þessari sýningu. Safnið hefur leyfi til að nota eina mynd sem aðstandendur Heinrich Böll hafa sam­ þykkt. Bókabíll Árið 1928 kviknaði sú hugmynd að vera með bóka­ bíl í Köln til að auka þjónustu við borgarbúa. Árið 1931 varð þessi hugmynd að veruleika þegar fyrsti bókabíllinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.