Bókasafnið - 01.06.2014, Síða 82
Bókasafnið 38. árg. 2014
82
ana. Hvað yrði um söfnin í heimi breyttra miðla eins og
rafbóka? Almenningsbókasöfn væru ekki á útleið og hún
sagðist vona að okkur bæri gæfa til að þróa þau og
þroska við nýjar aðstæður því full þörf væri á þeim sem
félagsstofnanir eða menningarlegar stofnanir ekki síður
en upplýsingastofnanir.
Hólmkell Hreinsson, forstöðumaður Amts
bókasafnsins á Akureyri fór aðeins yfir þróun í starfsemi
almenningsbókasafna og taldi brýnt að leggja meiri
áherslu á þjónustu en safnkost. Það væri tiltölulega nýtt
að kenna notendum að nýta sér safnkostinn. Nú á dög
um væri mikilvægara að mæla þjónustuna í öðru en út
lánum. Hólmkell sagði 400500 manns koma daglega í
safnið og ekkert lát væri á. Aftur á móti væru útlánatölur
að dragast saman því æ fleiri sæktu tímaritsgreinar í ra
frænar gagnaveitur. Ekki væri nóg að stilla út safnkosti
og hafa góðan bókavörð, það þyrfti að hjálpa fólki til
sjálfshjálpar.
Í lokin sagði Hólmkell frá danska verkefninu
Modelprogram for folkebiblioteker1, og sýndi mynd úr
bókinni Gör bibliotekene forskel, sem lýsir starfsemi al
menningsbókasafna og skörun ýmissa höfuðþátta eins
og að skapa – upplifa – uppgötva – taka þátt og hvernig
rýmið og þekkingin mynda hluta af þessari skörun.
Sunna Njálsdóttir, forstöðumaður Bókasafns
Grundarfjarðar lýsti vanda bókasafna úti á landi. Hún
sagði Bókasafn Grundarfjarðar vera dæmigert almenn
ingsbókasafn í litlu sveitarfélagi. Hún tæpti á sögu
safnsins og tók fram hversu mikil einangrunin gæti verið
þar sem aðeins væri um einn starfsmann að ræða. Í
þeirri stöðu hefði bókafulltrúi ríkisins skipt miklu máli og
verið líflínan fyrir litlu söfnin úti á landi. Sunna sagðist
vænta mikils af bókasafnaráði. Það væri nauðsynlegt að
geta leitað til fagráðs til að tryggja samræmi í starf
seminni sem víðast um landið. Sunna sagði ennfremur
að það vantaði ráðgjafa, fyrirmynd og samræmda stefnu
fyrir sveitarfélög og starfsfólk bókasafna til að fara eftir.
Sveitarfélögin gætu gert ýmislegt til að styðja bókasöfn
in. Til dæmis væri hægt að koma á samstarfi innan sýsl
unnar, gagnlegt væri að skipta með sér verkum og
jafnvel safnkosti og nota rafrænu byltinguna til að
samnýta hann. Bókasöfn í litlu byggðalagi úti á landi
væru oft í bakhúsum eða langt frá miðpunkti samfélags
ins. Starfsemin væri einhæf og lítið pláss gæfist fyrir
safngesti. Mörg safnanna sætu uppi með stóran lager af
illa nýttum safnkosti og fagvinna eins og grisjun sæti á
hakanum vegna fjárskorts og vanþekkingar.
Sunna greindi frá því að Bókasafn Grundarfjarðar
hefði verið flutt í svokallaða samfélagsmiðstöð í mið
bænum og þótt húsnæðið hefði minnkað mikið væri
staðsetningin mikilvægari. Þessi miðstöð væri eins kon
ar fræðslu og menningarmiðstöð með þjónustu við
ferðafólk, aðstöðu fyrir starfsemi klúbba og félaga, ljós
myndasafn héraðsins og sögusýningar. Í lokin benti hún
á að þegar flutt væri í minna húsnæði kæmi í ljós það
sem kallað væri „dauður safnkostur“. Það væri tímafrekt
að grisja hann svo viðunandi væri. Einnig væri tekist á
um það hvort halda ætti sem mest í bókaarfinn heima í
héraði eða ekki þar sem hver hillumetri kostaði sitt.
Boðsgestur málþingsins var Njörður
Sigurjónsson, lektor í Háskólanum á Bifröst, fram
kvæmdastjóri Bókmenntasjóðs, er jafnframt í samráðs
nefnd um framtíð íslenskrar bókaútgáfu sem bráðlega
mun skila niðurstöðum. Njörður lýsti breyttu skipulagi
menningarmála innan sveitarfélaga og leiðandi hlutverki
almenningsbókasafna í menningarmálum. Njörður
ræddi vandamál tengd breyttu skipulagi menningarmála
innan sveitarfélaga, umhugsunarefni varðandi stöðu
bókasafna og hvernig bókasafnið legði áherslu á mikil
vægi sitt sem leiðandi afl í yfirvofandi breytingum. Mikil
vægi bókasafni væri meðal annars fólgið í aðgengi að
upplýsingum og menningu í víðum skilningi, innblæstri,
þekkingu og afþreyingu. Þau væru lýðræðislegt „al
mannarými“, veittu athvarf og frelsi frá öðrum hagsmun
um, frá áreiti, markaðssetningu og vörumerkjum og
væru kjarninn í menningarstarfsemi lítilla samfélaga.
Njörður sagðist sakna menningarhugtaksins í nýju
lögunum og sagði að í umræðu um menningarstofnanir
gleymdist stundum að bókasöfnin væru meðal þeirra fáu
staða sem ekki tengdust sölumennsku. Söfnin væru
yfirleitt litlar einingar og stæðu ekki alltaf undir kröfum,
því sífellt væri að bætast við hlutverk þeirra. Því væri
auðvelt að skera niður sem hefði oft mikil áhrif. Svo væri
aðstaða auðvitað misjöfn í sveitarfélögunum. Kannski
þyrfti ekki lengur söfn þar sem allt væri á Netinu og brátt
yrði allt prentað efni á íslensku aðgengilegt þar. Njörður
talaði um að rannsóknir í bókasafnageiranum tengdust
lítið öðrum greinum. Fagleg þróun virtist meira inn á við
þar sem rætt væri um menntun í bókasafns og upplýs
ingafræðum en ekki þróun fagsins. Hann benti á að í
niðurskurði færi fólk í vörn. Í kjölfarið kæmi áhersla á
lög, verndun starfsheita og stöðlun. Bókasöfnin ættu að
1 http: //modelprogrammer.kulturstyrelsen.dk/