Húnavaka - 01.05.1976, Page 14
12
HÚNAVAKA
A árunum 1970—’71 var byggð álrna við það skólahús, tvær hæðir
og kjallari undir hluta þeirrar álnru. Sú bygging var tekin í notkun
haustið 1971. Skólastjóri er Árni Þorsteinsson.
Á Blönduósi var reist sjúkraskýli úr timbri á árununr 1922—’32.
Því var síðar breytt í íbúðarhús og stendur enn við Aðalgötu gegnt
hótelinu.
Sumarið 1951 var grafið fyrir grunni nýs sjúkrahúss. Það var á
svokölluðu Læknistúni (Sýslutúni) ofan við Blöndubrú, innan við
ána. Þar reis á næstu árum fjögurra hæða hús auk kjallara, nálægt
9 þús. rúmmetrar að stærð. Héraðshæli var það kallað og var að
mestu fullgert fyrir áramótin 1955—’56, en flutt var í það milli jóla
og nýárs 1955. Aðaldriffjöðrin og hvatamaður að byggingu þess var
þáverandi héraðslæknir Páll V. G. Kolka.
Byggður var læknisbústaður á lóð þess, sem var fullgerður 1970.
Nú er með lögunr búið að stofna heilsugæzlustöð á Blönduósi og
byrjaðar framkvæmdir við nýbyggingu við Héraðshælið, enda er það
þegar orðið of lítið. Héraðslæknir er Sigursteinn Guðmundsson.
Samkomuhúsið (nú Aðalgata 1), sem byggt var á árunum 1925—
’27, var lengi helzta funda- og samkonruhús sýslunnar. Árið 1957
bundust nokkur félög og félagasamtök samtökum um að reisa fé-
lagsheimili. Blönduóshreppur var þar í broddi fylkingar. Það er
hið myndarlegasta hús með danssal, kvikmvndasal með stóru leik-
sviði og rúmgóðu anddyri, auk smærri fundarsala og félagaherbergja.
Hefur það reynzt mikil lyftistöng fyrir allt félagslíf í kauptúninu.
Það stendur við Húnabrautina utan ár. Húsvörður er Eyþór Elías-
son.
Kaupfélag Húnvetninga var stofnað 1895, að frumkvæði nokkurra
bænda í sýslunni. Það var upphaflega pöntunarfélag, en fór síðar að
verzla með alls konar vörur.
Sölufélag Austur-Húnvetninga var stofnað 1908 (hét upphaflega
Sláturfélag A.-Hún., nafninu breytt 1960) og hefur alla tíð verið
rekið í tengslum við kaupfélagið. Verið sami framkvæmdastjóri og
sömu skrifstofur.
Sláturhús, frystihús og verzlun með þungavöru er enn í húsum
félaganna, sem standa á sjávarbakkanum undir Skúlahorni. Þar
var líka lengi öll verzlun kaupfélagsins í htisinu, sem nú er mötu-
neyti sláturhúsfólks. Þar er einnig elzta verzlunarhús kaupfélagsins,
nú lítið notað.