Húnavaka - 01.05.1976, Page 23
HÚNAVAKA
21
Hmmœðraskólinn á Blönduósi og kennarabústaðir. Ljósm. Unnar.
Hallstein og Dóru og Ævintýri á gönguför, en einnig minni gaman-
leikrit. Sýningar þess hafa oft verið á Húnavöku. Formaður er Skúli
Pálsson. Húnavaka hefur verið haldin hér með skemmtidagskrám
og dansleikjum síðan 1948.
Verkalýðsfélag var stofnað 1930. Það starfar að ýmsum baráttu-
málum verkamanna. Fornraður er Pétur Pétursson.
Fjölmörg fleiri félög hafa verið stofnuð hér, sum starfað lengur
önnur skemur.
Af þeim, sem enn starfa í fullu fjöri má nefna: Slvsavarnafélag,
skátafélag, hjálparsveit skáta, norrænt félag, krabbameinsfélag,
bridgefélag, taflfélag, iðnaðarmannafélag, búnaðarfélag og hesta-
mannafélag. Af öðrunr félögum nrá nefna: leikfinrifélag, málfunda-
félag, lestrarfélag, stúku, skautafélag, knattspyrnufélag (Oðinn), svif-
flugfélag og eflaust fleiri, senr lifað lrafa langa eða skamma lrríð
eftir álruga félagsnranna og ýmsum atvikum. Þá má nefna lúðra-
sveit. sem stofnuð var 11. nóv. 1974 og hefur hún leikið nokkrum
sinnum við góðar undirtektir.
Hreppsnefnd Blönduósshrepps skipa nú: Jón ísberg oddviti, Árni
S. Jóhannsson, Gunnar Sigurðsson, Hilnrar Kristjánsson og Hjálnr-
ar Eyþórsson.