Húnavaka - 01.05.1976, Síða 26
24
HÚNAVAKA
kemur fleira til en viðarreki. Má þar nefna hið einstæða happ, sem
livalreki þótti, sbr. „fer fiskisaga, flýgur hvalsaga". Þó mun þorsk-
urinn oftar ltafa hlaðið nratborð Islendinga en hvalurinn. En hvað
sem því líður, virðist ómaksins vert að skyggnast eftir því, hve auð-
ugt héraðið var af viði, þegar sú byggð bófst, er sögur vorar ná til,
og hve ríkur skógarviðarþátturinn hefur reyn/.t í bjargráðum kyn-
slóðanna, þótt þar verði oft að lesa meginmálið milli línanna í sög-
unni.
Um það þarf ekki að deila, að hugtakið „viður“ þýðir að jafnaði
„gagnviður“, þ. e. viður til húsagerðar og smíða, og sanna rnörg
dæmi úr fornritum vorum að svo hefur verið talið, Jregar íslendinga-
bók hefur verið skrásett. Grágás segir t. d.: „Ef viðr kömr á fjörur
rnanna", „þann hlnt tíundar, er til kirkju skal færa, þann skal gjalda
í vaxi, viði eða reykelsi" og „þótt í köstu sé borinn viðrinn“. Egla
segir: „Yfir díkin lágu brúar ok lagðir yfir viðir“. Grettla segir:
„rjáfrit gekk í sundur, bæði viðirnir ok Jrekjan". Orðin „ok falaði
við af austmanni“ koma fyrir nálega samhljóða í Njálu, Vatnsdælu
og Reykdælasögn, og alls staðar tekið fram, að hann sé ætlaðnr til
skálagerðar.
En viður var til fleira nýttur en til húsagerðar, og er hugtakið
eldiviður þar tiltækast. Svo ríkt var Jrað í íslenzku máli allt fram á
vora daga, að undir það féll klíningur, taðskán og vortað hrossa,
sem jafnaldrar mínir Jrekktu vel og var vinsælt til uppkveikju. I
Jressu var Iiugtakið „eldiviður“ fært yfir á allt annað en uppruninn
benti til. „Viður“ í upprunalegri merkingu Jress orðs mun svo víð-
faðma, að „viði vaxit land“ gat náð yfir Jxað land, sem vaxið var
viðartegundum allt frá lágvöxnu kjarri til stórviðar. Staðhæfing
Ara verður tvímælalaust færð undir víðari merkingu orðsins, og Jrví
sannari í reynd, eins og hann segir, en hún verður á vörum þeirra
er setja „skógi vaxið“ í stað „viði vaxit“, eins og nú heyrist oft.
Ari telur landkosti til nokkurrar Jrurrðar liorfa, Jregar hann ritar
bókina. Frá landnámi til þess tírna munu hafa liðið 250—260 ár. Ari
var að því leyti barn sinnar samtíðar, að honum sýndist veröldin
hafa versnað Jrað skeið, sem hann hafði spurnir af.
Örugg gögn munu engin til, er sanni bústofn landsmanna fyrstu
tvær aldir sögu vorrar. Allar tiltækar tölur eru ágiskanir. Trúlegt
er ekki, að bústofninn hafi gengið svo ört fram, að mikið hafi kveð-
ið að eyðingu skóga af völdum hans á því árabili. Hinu má ekki