Húnavaka - 01.05.1976, Síða 27
HÚNAVAKA
25
gleyma, að Jaá var viður eina eldsneytið, sem nýtanlegt var í landinu.
Hafa Jrau not orðið harðtæk á viðarnytjum, og Jrví harðtækari, sem
þær voru í reynd fáskrúðugri. Líklegt er að hinar viði vöxnu lendur
Húnvetninga hafi goldið þessa mjög. En þessi kaklræna staðreynd
fellur sem stoð undir ályktun Ara um rýrnun landkostanna, sé
alls gætt.
VITNISBURÐUR FORNRITAN'NA.
Ekkert hérað íslands er jafn auðugt að frásögnum frá söguöld og
Húnavatnsþing. Sögur vorar geyma yfirleitt allt annað söguefni en
Jrað, sem hér um ræðir. Tilviljun ein ræður því, hverjar upplýsing-
ar fást um hag og atvinnuháttu Jreirra, er sögurnar segja frá. En það
er sameigið húnvetnskum sögum, að höfundar þeirra eru þar stað-
kunnugir. Þeir lýstu því umhverfinu — að vísu oft óbeinlínis — eins
og Jrað horfði við þeim, án alls tiliits til þess, hve sannfræðileg frá-
sögnin var að öðru leyti. Sagan gerðist í því umhverfi, sem þeir
þekktu, en eins og það horfði við þeim. Landslagið var sígild stað-
reynd. Svo var og um gróðurfarið. Það vekur því nokkra furðu,
liversu sjaldan sögurnar nelna skóg. Vatnsdæla nefnir hann tveim
sinnum beinlínis og eitt sinn óbeint. ,.Þat sama baust hurfu frá
hánum sauðir (þ. e. Ingimundi) ok fundust um várit á skógum. Þar
heitir nú Sauðadalr, má af því marka landkosti þá, er í þann tíð váru
at fét gekk allt sjálfala úti“, Vatnsdæla XV kap. „Eitt kvöld er
sauðamaðr kom heim, spurði Már tíðinda, hann sagði at sauðir hans
váru fundnir ok hafði enginn il'lur orðit, en því fylgir annat meira.
Land hefi ek fundit í skógum ok er ágæta jörð góð ok hafa sauð-
irnir þar verit ok eru allvel holdir“. Vatnsdæla XXIX kap.
Þessu má og bæta við: „Þeir sá hlaðit skíðum á húsvegginn tveim
megin mænis“, Vatnsdæla XXVIII kap. Líklegt má telja, að um
skóg- eða kjarrvið sé að ræða í þessari sögu. Skíð úr rekaviði kemur
trauðla til mála.
Fyrir höfundi Vatnsdælu vakir hið sama og Ara. Landsnytjar hafa
látið undan síga að dómi beggja. Fróðir menn telja Vatnsdælu allt
að 150 árum yngri en íslendingabók. Sagan um sauði Ingimundar
er því orðin hartnær 400 ára, þegar hún er skrásett. Trúlega hafa
landkostir rýrnað á Jressu skeiði. En víst er, að þótt sagan væri bók-