Húnavaka - 01.05.1976, Side 29
HÚNAVAKA
eru orðin eign Hofskirkju 1395. 1369 hafði „Böðvar Arnórsson á
Marðarnúpi haft selför fyrir Axlir, hrísrif og grasalestur, sem réttur
eignarmaður um 20 ára skeið“. Hliðstæðar tilvitnanir eru velþekkt-
ar í Fornbréfasafninu. Hrísrif var öldum saman talið til markverðra
hlunninda, meðal annars á Þingeyrum, sem síðar segir. Er því trú-
legt, að þeir er þar réðu hefðu rennt ágirndaraugum til nærtækra
nytjaskóga.
í máldaga Jóns biskups skalla frá 1360 segir um Melstað: „Item
skóg í Norðurárdal". Máldagi Péturs bps. Nikulássonar 1395 segir
svo um Melstaðarkirkju: „Item skóg í Norðurárdal milli Svarta-
gils og Sauðhúslækjar og upp á fjallsbrún. Settu þessir menn sögð
landamerki með ráði Jóns biskups, síra Grímur er jrá bjó á Mel og
Ljótur er ]rá bjó í Sveinatungu“. 1525 á Melstaður enn „skóg f
Norðurárdal milli Svartagils og Sauðhúslækjar og upp á fjallsbrún“.
Kirkjan á Mel hefði seilzt skemmra til skógarhöggs, ef tangarhald
hefði náðst nær á nytjaskógi.
1532 gefur Einar Oddsson Hofskirkju í Vatnsdal „kolviðargerð
upp á tvo hesta árlega í Fljótstungu upp í Jrann part skógarins, er
ég átti og tilheyrði jörðinni Fljótstungu“. Eru þá fulltalin þau skóg-
arítök, sem húnvetnskar kirkjur töldu eign sína og fundust í Forn-
bréfasafninu, og þó að einu undanteknu, en jrað telur dr. Jón Þor-
kelsson óvefengjanlega falsbréf. Verður dómur hans ekki vefengdur
hér, en drepið á það síðar í öðru sambandi.
JARÐABÓK Á. M. OG P. V.
Þar er fyrir hendi furðuleg náma fróðleiks um hagsögu jrjóðar-
innar á því skeiði, sem hún er skrásett. Vissulega verður að taka
nokkrum ályktunum hennar með varúð. Þó eru vissir Jrættir í frá-
sögnum hennar óvefengjanlegur sannleikur, þegar um gróðurfar
ræðir. Hagsæld þjóðarinnar hefur á öllum öldum hvílt að miklum
meirihluta á nýtingu villtra nytja í einhverri mynd. Má því segja,
að á þeim hafi líf Jrjóðarinnar oltið að mestu leyti, og þá fvrst og
fremst á gróðurfarinu. Þar átti viðarvöxturinn, í hverri mynd sem
hann birtist, ríkan Jrátt. Hann var oft eina tiltæka eldsneytið.
I vesturhluta héraðsius nefnir Jarðabókin skóga þrem sinnum.