Húnavaka - 01.05.1976, Side 31
HÚNAVAKA
29
ur sé skálarmyndunin sunnan Illugagjár, sem takmarkar örnefnið
Sellandsskóg að sunnan. Þar er og enn þekkt örnefnið Grafabrekk-
ur, þótt þar verði ekki vart grafaminja nú. Þetta er aðeins getgáta.
Jarðabókin segir um Tinda: „Skóg á jörðin, þar er nú rifhrís
orðið og þó enn brúkað til kolagjörðar og eldiviðar". Um Eyvindar-
staði segir þar: „Skóg á jörðin við Blöndugil, hefur áður verið næg-
ur til kolagjörðar, nú gjöreyddur".
Um Bólstaðarhlíð segir: „Skógarhögg á jörðin fyrir tvo menn í
Blöndugili, Jrar er nú að mestu gjöreytt og hefur því brúkast lítt
um nokkur ár“. Síðastir verða Holtastaðir: „Skógarhögg á jörðin
á Kálfeyri í Eyvindarstaðalandi, nú gjöreytt“. Örnefnið Kálfeyri
Jnekkist ekki nú. Engin eyri er til í Eyvindarstaðalandi, sent hugsan-
lega gæti fóstrað skóg. Þar eru tvær eyrar við ána, sem heita Rétíar-
eyri og Krossvaðseyri, og munu hafa heitið svo um aldir. Þar getur
aldrei Jrrifist hrísla. Blanda sér fyrir því. En skammt sunnan landa-
meikjanna — nú í Bollastaðalandi — er hlýlegur hvammur, sem
heitir Kálfhagi. Þar liefur vaxið skógur. Hann gæti liafa orðið Kálf-
eyri hjá ritaranum.
Jarðabókin telur hrísrif víða til nytja, og þó með ýmsum athuga-
semdum. T. d. „hrísrif til kolagjörðar og eldiviðar bjarglegt“, „hrís-
rif til kolgjörðar, og eldiviðar og kolgjörðar, er nú eytt, en hefur
áður verið, nú þarf ábúandinn annarsstaðar kolgjörð að fá, lirís-
rif til eldingar að mestu þrotið“, „elt er taði undan kvikfé“.
Þessar athugasemdir nægja til að sýna, hversu við horfði um
eldsneytisöflun í héraðinu þegar Jarðabókin var skrásett. Því má
bæta við, að um Refasveit og Skagaströnd verða Jressar atliugasemd-
ir fyrir lesandanum: „Lyngrif til eldingar bjarglegt", „lyngrif lítið
og valla teljandi“, „lyngrif til eldiviðar lítið, Jró brúkað með taði
undan kvikfé til eldingar". Þar, eins og annars staðar, var „elt taði“
eingöngu þegar alli annað þraut.
Fleira verður ekki talið hér, enda nægir þetta til að sýna, við hvað
var að etja. Berjalestur var talinn til bjargráða. Þó rak nauðsvn fá-
tæktarinnai erindi eyðingar á hendur þessari björg. Lyngrifið var
örþrifaráð til öflunar eldsneytis af landsnytjum. í engu mun lyngrif
hafa reynst gróðurfeldi Islands óskaðvænna en önnur eyðing viðar,
en Jretta óyndisúrræði munu Jreir einir færa þeim kynslóðum til
saka, er þar áttu hlut að, sem aldrei hafa séð né skilið allsleysi.
Neyðin spyr sjaldan um niðurstöður. Vafamál mun hvort allsnægt-