Húnavaka - 01.05.1976, Side 35
HÚNAVAKA
33
blástursgjall. Hér verður sú staðhæfing hvorki sótt né varin. Mol-
arnir munu nú glataðir.
LOKAORÐ.
Þegar augum er rennt yfir þau fáu blöð í sögu Húnavatnsþings,
sem hér hefur verið freistað að fletta, er líklegt að mörgum finnist
fátt um. Það skal fúslega játað, að öðrum augum litum við jafn-
aldrarnir á þessi mál á fyrstu tveim tugum aldarinnar. Þá var sá
draumur efst í huga að „koma grænum skógi að skrýða skriður ber-
ar, sendna strönd“. Þetta hlaut að verða auðunnið svo auðugt, sem
Island var af viði við upphaf íslandsbyggðar. En hartnær fimm ára-
auga leit hefur sýnt mér þá mynd, sem hér er freistað að draga upp
svo ótrúlegt, sem það kann að virðast. Hér væri því freistandi að
staldra við margt þótt aðeins eitt verði talið.
Á það var bent áður, að Húnvetningar eiga fleiri fornsögur en
nokkurt annað hérað. Sé dýpra skyggnst blasir við að héraðið átti
yfir frábærri bókagerðarþekkingu að ráða þegar á öndverðri 12.
öld. Það er trauðla tilviljun ein, að fyrsta ritið var skrásett „at Haf-
liða Mássonar" þ. e. á heimili hans. Hlutdeildar hans er að engu
getið. Þó er samþykki hans staðreynd. í óþökk hans gat slíkt ekki
gerst á heimili hans. Hafliði varð í reynd fulltrúi sérstæðrar héraðs-
menningar, sem síðar varð þaulræktuð undir forustu Þingeyra-
klausturs.
Framhald þeirrar sögu verður ekki freistað að rekja hér, á það eitt
bent, að hlutur Þingeyra í bókmenntasögunni verður ekki af þeim
skafinn. Hitt er staðreynd að saga húnvetnskra skóga komst ekki
svo á bókfell, að hún geymdist. Þögnin segir sína sögu. Þingeyra-
klaustur var svo búið að auði, völdum og menningu, að því var
flestum betur til þess trúandi að gæta slíks. Enginn efar skyggni
þeirra er þar réðu á gildi þess auðs, sem falinn var í nærtækum nytja-
skógi. Séu athuguð þau skjöl Þingeyramanna og annara höfuðbóla
í héraðinu, sem nú eru þekkt, er augljóst að geymsla vitneskju um
rétt til slíkra nytja var mun ríkilátari í hug þeirra, er þar höfðu
völd, en gleymska á slík réttindi. Það sannar Fornbréfasafnið.
Samkvæmt framanskráðu virðist augljóst að Húnavatnsþing hef-
ur frá öndverðu verið svo fátækt af skógunt, að raftviður hefur að-
3