Húnavaka - 01.05.1976, Side 38
36
H Ú N A V A K A
ins á Hólnm og eflingu Hóla, sem skólaseturs og vill félagið vinna
að því að við hlið bændaskólans rísi upp nýjar menntastofnanir, sem
hæfa þessu forna menningarsetri. Að því skal stefnt, að Hólar verði
í framtíðinni andleg aflstöð og kirkjuleg miðstöð í Hólastifti.'1
Hvað fyrra atriðið snertir má benda á, að fyrr eða síðar verður
mikil breyting gerð á skipun biskupsembætta íslensku þjóðkirkj-
unnar.
í því sambandi má benda á samþykktir kirkjuþings frá 1964, svo
og síðari samþykktir, þar sem gert er m. a. ráð fyrir því, að landinu
verði skipt í þrjú biskupsdæmi, þar á meðal verði biskup yfir Norð-
urlandi.
Síðan hefir kirkjumálaráðherra lýst því yfir m. a. við slit síðasta
kirkjuþings og á fundi með stjórn Hólafélagsins að Hólum í Hjalta-
dal, þann 24. sept. 1975, að hann hyggðist flytja frumvarp á Alþingi
um endurreisn biskupsstóls á Norðurlandi, þar sem biskup norð-
lendinga skyldi sitja á Hólum. Einnig mætti nefna nýbirt álit hinn-
ar svokölluðu „staðarnefndar", er fjallar um dreifingu hinria ýmsu
stofnana út um landið, en þar er m. a. kveðið á um, að biskups-
embættið skuli flutt út á landsbyggðina.
Varðandi endurreisn biskupsstóls og annarra kirkjulegra stofnana
að Hólum í Hjaltadal, hefir Hólafélagið lagt ríka áherslu á, að
íslenska þjóðkirkjan fengi þegar aðstöðu til kirkjulegrar uppbygg-
ingar heima á staðnum við hlið bændaskólans, líkt og gerðist í Skál-
holti árið 1956, er Skálholtsstaður var afhentur þjóðkirkjunni til
eignar og umráða.
I sambandi við nýjar menntastofnanir vill félagið beita sér fyrir
stofnun kristilegs lýðskóla, sem byggður væri á hinum sígilda grund-
velli kristindómsins, í traustum tengslum við nútímann, þar sem
stuðst væri við þá reynslu, sem þegar hefir fengist með stofnun og
starfrækslu lýðskólans í Skálholti, sem nú hefir starfað um nokkurra
vetra skeið við góðan orðstír.
Félagið leggur áherslu á að slíkur skóli verði nauðsynlegur við-
auki við núverandi skólakerfi og fylli þar í eyðurnar:
1. Að skólinn starfi sem óháðastur skólakerfinu, jafnvel þótt hann
starfi undir reglugerð menntamálaráðuneytisins, að einhverju
leyti, en verði í sem nánustum tengslum við þjóðkirkjuna.
2. Að aðalmarkmið skólans verði m. a., að efla þjóðrækni, íslensk
fræði, félagsþroska og kristilegt uppeldi æskunnar.