Húnavaka - 01.05.1976, Page 41
H Ú N A V A K A
39
Það er því álit vort, að leggja beri höfuðáherslu á, að afla sem
flestra þeirra bóka, er prentaðar voru á Hólum og fá þeim samastað
heima á staðnum. Eftir því sem tímar líða, verður æ erfiðara að afla
þessara bóka. Er það og sannfæring vor, að margir verða til þess
að gefa slíkar bækur heim á staðinn, svo og aðrar bækur er að gagni
mega koma, er stóll og skóli yrðu endurheimtir heim á staðinn.
í ráði er að nýstofnað bókasafn verði fyrst um sinn í vörslu
sóknarprests á Hólum.
Hólafélagið mun á næstu árum, beita sér fyrir öllum jressum mál-
um, til eflingar Hólastaðar, sem andlegrar aflstöðvar og kirkjulegr-
ar miðstöðvar í Hólastifti, eins og áður var að vikið.
Allmörg sveitarfélög liér norðanlands svo og sóknarnefndir liafa
lvst sig samþykka stefnu Hólafélagsins og sent kirkjnmálaráðherra
og Alþingi áskorun um, að afgreiða nú á þessu jringi lög um endur-
reisn biskupsstóls að Hólum í Hjaltadal. Einnig hefir Fjórðungs-
þing norðlendinga, sem allt frá upphafi hefur haft endurreisn bisk-
upsstólsins á Hólum á stefnuskrá sinni, lýst fullum stuðningi við
stefnu og markmið Hólafélaga, auk allmargra félaga og einstaklinga.
Þess má og geta, að Prestafélag Hólastiftis samþykkti á aðalfundi
sínum jrann 5. okt. 1975 tillögu, þar sem skorað er á kirkjumála-
ráðherra, að flytja frumvarp til laga á Alþingi um endurreisn Hóla-
biskupsdæmis.
Þegar einna verst horfði í sögu lands og þjóðar, um aldamótin
1800, var Norðurland svipt í senn biskupi sínum, skóla og prent-
smiðju. Síðan hefir mikið vatn runnið til sjávar. Lærður skóli og
prentsmiðja hafa verið endurheimt, Jró eigi heim að Hólum. Bisk-
upsstóll norðlendinga er enn óendurheimtur, en í raun er honum
einum hægt að skila til síns fyrri heima.
Það er því ósk og von norðlendinga, að bæn þjóðskáldsins sr.
Matthíasar mætti verða að veruleika, er hann kvað í kvæðaflokki
sínum um Hólastifti: „Náðin Guðs hin nýja, vígi nýjan Hólastól."
Arið 1680. í nóvember síðla sást halastjarna á himni, hræðileg í vandarlíki.
Gekk í fyrstu lágt á loftinu, en hækkaði því meir ganginn, sem lengur leið. Sást
hún fram yfir jól á öndverðan þorra.
Vallholtsannáll.