Húnavaka - 01.05.1976, Page 45
BJARNI JÓNASSON, Blöndudalshólum:
Litazt um
í Svínavatnsnreppi
Til eru í handritum bændavísur úr Svínavatnshreppi frá árinu
1830. Reyndar væri réttara að kenna vísurnar við hið forna Auð-
kúluprestakall, því að engar vísur eru um bændurna á Bugnum, en
sá hluti Svínavatnshrepps (Eiðsstaðir, Eldjárnsstaðir og Þröm) til-
heyrði þá Blöndudalshólaprestakalli. Höfundur vísnanna var prests-
dóttir frá Auðkúlu, Helga Jónsdóttir, systir Sigurbjargar húsfreyju
á Grund í Svínadal ættmóður Grundarættarinnar. Um Helgu og
fólk hennar verður fjallað síðar í þessum þáttum.
Ég hefi haft fyrir mér tvær uppskriftir af bændavísunum. Önnur
þeirra er eftir Jakob Sigurjónsson í Stóradal, en hann skrásetti þær
eftir sagnakonunni ágætu Signýju Sæmundsdóttur frá Gafli. Hin
uppskriftin er úr hinu mikla vísnasafni Sigurðar Halldórssonar frá
Selhaga, fyiæverandi skrifstofumanns á Akureyri, en hann hafði þær
úr vestur-íslenzka blaðinu Lögberg í vísnaflokknum Alþýðuvísur
Lögbergs, en þar mun farið eftir handriti Jóhannesar Sæmundsson-
ar, bróður Signýjar frá Gafli, en þau Jóhannes og Línbjörg Ólafs-
dóttir kona hans bjuggu á Geithömrum 1891—99, en fluttu þá til
Blönduóss og þaðan ári síðar til Vesturheims. Fóstursonur þeirra
hjóna var séra Kolbeinn Simundsson (framborið Sæmundsson), sem
verið hefir á ferð hér heima.
Uppskriftum þessum ber að mestu saman. Þar sem ég hefi ekki
haft sjálft blaðið Lögberg undir höndum, fer ég ekki út í það að
birta orðamun uppskriftanna. Vísurnar eru næsta torskildar nútíma
mönnum, vegna fornra kenninga og því fékk Sigurður Halldórsson
Gísla Jónsson menntaskólakennara á Akureyri til þess að semja
skýringar á vísunum, sem hann leyfði góðfúslega að birta á prenti.