Húnavaka - 01.05.1976, Page 46
-14
H Ú N A V A K A
Færi ég honum beztu þakkir fyrir, því fyrst núna eru vísurnar að-
gengilegar hverjum manni. FTm leið þakka ég vini mínum Sigurði
Halldórssyni fyrir hans aðstoð:
Býlin í hreppnum 1830 eru 29 og er tvíbýli á þrem þeirra: Ytri-
Löngumýri, Eiðsstöðum og Snæringsstöðum. Bændatalan er þó ekki
nema 31, því að ein jörðin, Stóra-Búrfell, er þá nytjuð af bændun-
um í Stóradal og Holti, en ársfólk hafa þeir þar á útibúum sínum.
Einn bóndinn er á sveitarframfæri og er því að vonum lágur í lausa-
fjártíund, en alls er lausafjártíund bændanna 603 hundruð, og konta
þá 19,5 lnmdruð á hvern bónda að meðaltali. Jafnstærst eru búin í
Svínadal, þar má segja að sé stórbú á hverri jörð. Aðrir lausafjár-
framtel jendur í hreppnum eru 23 með samtals 55 lausafjárhundr-
uð. Réttur helmingur þess kemur á tvo framteljendur, Guðmund
Jónsson ríka í Stóradal og Jórnnni Þorsteinsdóttur á Auðkúlu, ekkju
séra Jóns prófasts (d. 5. maí 1828) Jónssonar biskups Teitssonar.
Samtals eru því lausafjárhundruðin í hreppnum 658 fardagaárið
1830—31. Var þá mikil velmegun í Svínavatnshreppi, svo að hrepp-
urinn var í því efni fremri öðrunt hreppum sýslunnar (Björn á
Brandsstöðum). En liæst komust lausafjárhundruðin í Svínavatns-
hreppi á allri 19. öldinni árið 1877 í 723 hundruð. Fólkið var líka
flest um Jrað leyti.
Meðalaldur bændanna í Svínavatnshreppi árið 1830 var 47,9 ár.
Elzt er Ingibjörg Sveinsdóttir á Svínavatni 76 ára, og yngstur er
Stefán Sveinsson á Ytri-Löngumýri 23 ára. Séu athugaðir fæðingar-
staðir bændanna kemur það merkilega í ljós, að einungis 10 af 31
eru fæddir í Svínavatnshreppi. Rúmlega 2/s eru því innfluttir í
hreppinn, þar af 10 fæddir í Bólstaðarhlíðarhreppi, 3 í Engihliðar-
hreppi og 4 norður í Skagafirði. Meira en helmingur bændanna eða
alls 17 eru því komnir austan yfir Blöndu. Þeir 4, sem ]rá eru ótaldir,
eru fæddir í Torfalækjarhreppi, Borgarfjarðarsýslu og Snæfellsnes-
sýslu.
Tölur þessar benda til þess að miklir fólksflutningar hafi átt sér
stað vestur yfir Blöndu, en þar sem bændurnir eru ekki nema lítill
hluti íbúanna, skulum við athuga manntalið 1816 og vita hvort
við finnum ekki þar stuðning þessarar skoðunar okkar. Við veljum
manntalið 1816 sökum Jress, að það er eina manntalið fram til 1910,
sem gefur fullnægjandi npplýsingar í þessu efni, því að þar eru í
fyrsta sinn tilgreind fæðingarheimili einstaklinganna. Sá galli er