Húnavaka - 01.05.1976, Síða 47
HÚNAVAKA
45
þó á manntalinu 1816, að þar vantar nokkurn hluta Vindhælis-
hrepps ltins forna.
Bændur í Svínavatnshreppi eru alls 30 árið 1816, en upplýsingar
vantar um fæðingarstaði tveggja þeirra. Af þessum 28 bændum, sem
upplýsingar eru um, eru 12 fæddir á Norðurlandi austan Blöndu,
8 eru fæddir í heimasveitinni, Svínavatnshreppi, 6 í öðrum hrepp-
um Húnavatnssýslna vestan Blöndu og tveir í öðrum landsfjórð-
ungum. Nti skulurn við snúa okkur að allri fólkstölunni, sem átti
að vera aðalatriði þessarar athugunar. Ibúar Svínavatnshrepps eru
þá alls 259, en af þeim vantar 5 fæðingarheimilið, og koma því 254
manns til athugunar. Af þeim eru 115 fæddir í Svínavatnshreppi.
Innfluttir í hreppinn austan yfir Blöndu eru nálægt 90 manns, en
í staðinn hefir þetta svæði fengið um 40 íbúa fædda í Svínavatns-
hreppi. Hér munar því meira en helming. Straumurinn er til vest-
urs. Þessi sókn fólksins vestur fyrir Blöndu stafar af því, að þar eru
bújarðir taldar jafnbetri, og því von um betri afkomuskilyrði, bæði
fyrir búendur og verkafólk.
1. Ingibjörg Björnsdúttir, Svinavatni.
Vatni svína vellalína ræður,
há að frama hefða mörg,
hún maddama Ingibjörg.
(vellalína: kona, vell: gull, lína: afbökun úr Hlín: ásynja).
Ingibjörg var fædd að Svínavatni 1754. Foreldrar hennar, Björn
Sveinsson og Þóra Guðmundsdóttir, fluttu það ár búferlum frá 111-
ugastöðum í Ytri-Laxárdal að Svínavatni, sem þau keyptu þá af erf-
ingjum Ólafs Tumasonar á Svínavatni. Bjuggu þau hjón, stórbúi á
Svínavatni til æviloka. Ingibjörg tók þá við búi á Svínavatni að
móður sinni látinni 1781 og bjó þar rausnarbúi í hálfa öld til dánar-
dægurs 9. okt. 1830.
í æsku felldi Ingibjörg ástarhug til bóndasonar frá Eiríksstöðum
í Svartárdal, Sveins Þorleifssonar, föðurbróður Þorleifs Þorkelsson-
ar hreppstjóra í Stóradal. Sveinn fluttist vestur að Stóradal og gerð-
ist ráðsmaður á búi prestsekkjunnar Halldóru Árnadóttur frá Auð-