Húnavaka - 01.05.1976, Page 48
HÚNAVAKA
46
kúlu, sem bjó í Stóradal 1768—83. Sveinn var gleðimaður og vel
gefinn, en hann hafði lítil efni til að bjóða hreppstjóradótturinni
og heimasætunni á Svínavatni, sem líka stóð til að erfa höfuðbólið
Svínavatn, enda vildu fleiri eignast ástir Ingibjargar á Svínavatni.
Þar var líka við volduga að etja. Asmundur Pálsson, bróðir Bjarna
landlæknis, var þá orðinn prestur á Auðkúlu og vildi hafa hönd í
bagga með hjúskaparmálum Ingibjargar. Bróðursyni sínum, séra Páli
Gunnarssyni frá Hjarðarholti, valdi hann Ingibjörgu á Svínavatni
að konuefni. Þó að hugur Ingibjargar stæði í aðra átt, mátti sín
meira áhriíavald og fortölur sálusorgarans, og segir Björn á Brands-
stöðum berum orðum, að Ingibjörgu hali verið „þröngvað til að
eiga Pál prest Gunnarsson“. Giftust þau 1777. Var Páll þá aðstoðar-
prestur föður síns, Gunnars prófasts og skálds í Hjarðarholti í Döl-
um, en lékk seinna Saurbæjarþingin vestra. Skömm var sarnbúð
þeirra Ingibjargar og Páls, og slitu þau samvistir 1779. Attu þau
fátt sameiginlegt. Hún var búforkur hinn mesti, en hann óhagsýnn
og sérlundaður og hálfgert viðutan, þó að hann væri lærður vel
eins og fleiri þeirra ættmanna. Hún liafði og ófús gefizt Páli, enda
tregaði hún alltaf Svein, sem einnig tók sér nærri vonbrigðin í ásta-
málunum og hvarf af landi burt. Ingibjörg bjó jafnan með ráðs-
mönnum. Síðasti ráðsmaður hennar var Jón Halldórsson frá Mos-
felli, bróðir Sveins bónda á Hnjúkum.
Síðari hluta ævi sinnar varð Ingibjörg mjög feit, svo að talið var
að hún væri naumast gangfær um bú sitt. Þegar hún gekk í kirkju,
lét hún bera með sér stól, til þess að hvílast á, á milli kirkju og bæj-
ar. „Báru hana 8 til grafar og varð að slá undan dyrastafi kirkjunn-
ar“. (Húnvetningasaga).
Son einn átti Ingibjörg í hjónabandi, en hann dó ungur. Eng-
in ætt er því frá Ingibjörgu. En þær voru t\ær heimasæturuar á
Svínavatni. Sú eldri, Valgerður fædd 1746, giftist einnig presti,
svarfdælskum manni, Agli (d. 1784) Þórarinssyni, sem þá var að-
stoðarprestur séra Markúsar Pálssonar á Auðkúlu. Bjuggu þau í
Sólheimum í tvíbýli við Jón Benediktsson, en fluttu að Stærra-Ár-
skógi 1776, er Egill fékk það prestakall til þjónustu. Valgerður átti
síðar Jón Sigurðsson ríka á Böggversstöðum í Svarfaðardal, bróður
Sigurðar prests á Auðkúlu, Sigurðssonar.
Sonur Egils prests og Valgerðar frá Svínavatni var Björn bóndi á
Hofi í Svarfaðardal, sem í æsku var nokkuð lijá Ingibjörgu frænku