Húnavaka - 01.05.1976, Page 49
HÚNAVAKA
47
sinni á Svínavatni. Hann kom upp nöfnum þeirra Svínavatnssystra,
Valgerðar og Ingibjargar. Valgerður frá Hofi giftist Sigurði bónda
á Þverhamri o. v., syni Sigurðar prests á Auðkúlu Sigurðssonar, en
hin systirin, Ingibjörg, ólst upp hjá nöfnu sinni á Svínavatni og varð
síðar, að nöfnu sinni látinni, húsfreyja á því heimili. Maður hennar,
Einar Skaftason, var bróðir Jósefs læknis í Hnausum Skaftasonar.
Eftir 18 ára sambúð missti Ingibjörg mann sinn. Hann fórst ofan
um ís á Blöndu 24. apríl 1849. Hafði þeirn hjónum fæðst 9 börn og
var hið elzta 17 ára.
Meðal barna þeirra Svínavatnshjóna voru:
1. Stefán bóndi á Svínavatni og síðar á Eiðsstöðum, faðir Jóns
bónda á Rútsstöðum o. v., dáinn á Akureyri 1935, en sonur
Jóns var Finnbogi póstmaður fyrst á Akureyri og svo í Hafnar-
firði, dáinn 1964.
2. Guðrún kona Sigurðar Hafsteinssonar bónda í Öxl. Um niðja
verður getið, þegar við komum að Hafsteini Guðmundssyni
bónda á Ytri-Löngumýri.
3. Sigríður kona Hannesar Gíslasonar bónda á Fjósum. Þau hjón
áttu 3 dætur; a) Sigþrúði konu Páls Sigurðssonar bónda á Fjós-
unr og síðar verzlunarmanns á Blönduósi, b) Þórunni konu
Friðfinns húsasmiðs og hreppstjóra á Blönduósi. Meðal niðja
þeirra er dótturdóttirin Þórunn lnisfreyja á Auðólfsstöðum.
4. Jónína kona Guðmundar Jónssonar bónda á Auðólfsstöðum,
bróður Friðfinns á Blönduósi. Jónína missti mann sinn eftir
eins árs sambúð. Sonur þeirra er Hannes Guðmundsson bóndi
á Auðólfsstöðunr.
Eftir að Ingibjörg á Svínavatni varð ekkja eignaðist hún barn
nreð ráðsmanni sínunr, Jósef Helgasyni, sunnlenzkum nranni, var
það Jósef Jósefsson bóndi á Hamri. Meðal barna Jósefs á Hamri
voru 3 dætur: a) Ingibjörg móðir Odds Sigurjónssonar skólastjóra
í Kópavogi, b) Salóme kona Stefáns Stefánssonar í Kanrbakoti og c)
Ingiríður kona Kristjáns Tryggvasonar bónda á Meyjarhóli á Sval-
barðsströnd.