Húnavaka - 01.05.1976, Síða 52
50
HÚNAVAKA
ar á Ásum, þess er barg sér og fólki sínu með hetjuskap úr eldsvoða
á Löngumýri veturinn 1774, sem frægt var og annálar herma.
Solveig og Jóhannes áttu margt barna. Meðal þeirra voru dætur
tvær: Ingiríður og Ósk. 1) Ingiríður (f. 23. okt. 1829) átti Sæntund
Halldórsson, borgfirzkan mann og bjuggu þau á Hryggjum í Göngu-
skörðum. Dóttir þeirra var Signý í Gafli í Svínadal, móðir Halldórs
kennara í Reykjavík Sölvasonar og 2) Ósk (f. 27. ág. 1836), giftist
norður í Svarfaðardal og á þar niðja. Meðal þeirra er Jónína Jóns-
dóttir kona Ævars Klemenzssonar frá Bólstaðarhlíð, nú á Dalvík.
Einn af sonum Jóhannesar og Solveigar var Jón, sem drukknaði á
mjög sviplegan hátt í Svínavatni 6. júlí 1865, 29 ára að aldri. Lesa
má nánar um jretta í grein minni „Helför Jóns Jóhannessonar" í
Sunnudagsblaði Tímans.
Við hlaupum nú yfir eitt býlið, Stóra-Búrfell, því að á þessum
árum höfðu tveir stórbændur í hreppnum, Þorleifur í Stóradal og
Illugi í Holti, þá jörð með og höfðu þar húsmennskufólk, til þess
að annast útibúin.
'4. Hannes Hannesson.
Tindum ræður rögnis klæða viður,
Hannes kundur Hannesar,
hann ástundar dyggðirnar.
(Rögnir: Óðinn, Rögnis klæði: vopn eða herklæði, viður jteirra:
maður).
Hannes er fæddur í Engihlíð í Langadal um 1772. Hannes faðir
hans var sonur Jóns liarða bónda á Mörk, en móðirin var seinni
kona Hannesar Þuríður Bjarnadóttir frá Hrafnabjörgum, hálfsystir
Bjarna bónda í Holti í Svínadal Bjarnasonar, föður Björns annála-
ritara á Brandsstöðum.
Hannes Hannesson bjó á þessum jörðum: Skyttudal 1799—1806,
Orrastöðum 1806—15, Tindum 1815—31 og Ásum 1831—38, en brá
þá búi og flutti til sonar síns, Einars bónda á Skeggsstöðum og svo
með honum þaðan 1851 að Víðimýri, þar sem hann lézt. Kona