Húnavaka - 01.05.1976, Síða 53
HÚNAVAKA
51
Hannesar Hannessonar var Björg (f. um 1778 á Harrastöðum í
Skagahreppi, dáin 25. júlí 1843 á Skeggsstöðum) Jónsdóttir bónda
síðast að Skyttudal og konu hans Ingibjargar Pétursdóttur á Selá á
Skaga, Jónssonar. Þau Hannes og Björg voru góðir búmenn og vel
látin.
Börn þeirra Tindahjóna voru 7, sem komust upp og giftust, þrjár
dætur fæddust fyrst og svo fjórir synir, og verða þau hér talin eftir
aldursröð:
1. Ingibjörg (f. 1797 í Skyttudal), átti Jón Ólafsson, bónda í
Blöndudalshólum. Hann var sonur Ólafs Jónssonar í Tungu-
nesi. Þau hjón áttu son, sem drukknaði við grasatekju á Ey-
vindarstaðaheiði. Varð þeirn mjög um missinn.
2. Þuríður (f. 1799), seinni kona Eiríks bónda á Miðgili Helga-
sonar frá Auðólfsstöðum, Helgasonar á Másstöðum, Árna-
sonar.
3. Sigþrúður (f. 1801), seinni kona Gísla bónda í Köldukinn Jóns-
sonar. Synir Jreirra voru Hannes á Fjósum og Einar á Stein-
nýjarstöðum og eru ættir frá þeim báðum. Hannes á Fjósum
átti 3 dætur, sem giftust hér í héraðinu eins og getið er í þætti
Ingibjargar á Svínavatni.
4. Einar (f. 1802) bóndi síðast á Mælifellsá. Hann var tvíkvænt-
ur. Mikil ætt er frá Einari og seinni konunni, Sigurlaugu Eyj-
ólfsdóttur frá Gili. Ingibjörg Einarsdóttir (Hannessonar) var
amma Ingibjargar Jóhannsdóttur stofnanda og skólastjóra hús-
mæðraskólans á Löngumýri í Skagafirði. Björn Einarsdóttir
(Hannessonar) var seinni kona séra Hjörleifs Einarssonar á
Undirfelli og móðir séra Tryggva Kvarans og Guðlaugar, er
átti Sigurð Kristinsson framkvæmdastjóra Sanrbands ísl. sam-
vinnufélaga. Eyjólfur Einarsson (Hannessonar) var laðir Þor-
móðs konsúls á Siglufirði og Sigurðar Birkis söngmálastjóra,
en afi Eyjólfs Konráðs alþm. Jónssonar.
5. Jóhannes (f. 16. des. 1806), bóndi á Strjúgsstöðum o. v., kvænt-
ist Margréti Andrésdóttur, skagfirzkri konu.
6. Björn (f. 8. des. 1813) bóndi á Rútsstöðum o. v. Tvíkvæntur.
Barnlaus með þeirri fyrri, en með seinni konunni, Sólrúnu
Þórðardóttur, systur Þórðar í Ljótshólum, átti hann Hannes
bónda í Ljótshólum, sem drukknaði með Hannesi á Fjósum á