Húnavaka - 01.05.1976, Page 54
52
HÚNAVAKA
Móvaðinu á Blöndu 7. júní 1882. Þá var Hannes Sveinbjörns-
son dóttursonur Björns Hannessonar.
7. Jón (f. 1816) bóndi á Hnjúkum. Kona hans var Margrét Sveins-
dóttir bónda á Hnjúkum Halldórssonar bónda á Mosfelli
Helgasonar. Meðal barna þeirra var Kristófer bóndi í Köldu-
kinn, afi núverandi Köldukinnarbænda.
Fágætur atburður gerðist á Tindum 1. júní 1830, fjögur þeirra
Tindasystkina gengu í bjónaband þennan dag og veizlan var auð-
vitað heima á Tindum. Hér var um að ræða allar systurnar þrjár og
Jóbannes, sem var næst elztur þeirra bræðra. Þá var venjan að brúð-
kaupsveizlurnar væru hóf mikið. Þótti sjálfsagt að gera sér þá glað-
ait dag. Meira segja lögðu stundum fátæk vinnuhjú mikið í kostnað
á þessum beiðursdegi sínum. Má jrví ætla að margt manna hafi verið
saman komið á Tindum Jrennair vordag fyrir tæpri hálfri annari
öld. Aðstandendur voru úr fjórum hreppum sýslunnar. Ætla má að
veizlan hafi farið fram í útiskemmu, sem hefir verið tjölduð vað-
málum eins og þá var siður við slík tækifæri. Veizlustjóri hefir stýrt
hófinu, minni hafa verið flntt og ýntiss annar fagnaður við hafður.
Haunes á Tindum var frændmargur í héraði. Föðurfaðir hans var
Jón Jónsson harði bóndi á Mörk unr 1734—46, sem var kunnur
máður í sinni tíð fyrir dugnað og hetjuskap. Frá Jóni á Mörk er
mikil ætt. Komust 10 börn hans til fullorðinsára. Verður hér getið
nokkurra niðja. Jón bóndi á Balaskarði var einn af sonum Jóns
harða. Hann var faðir Jóns á Snæringsstöðum og bræðra hans, og
verður þeirra getið síðar. Sigurður liét einn föðurbræðra Hannesar
á Tindunr. Hann bjó í Asi í Vatnsdal. Dóttir hans var Halldóra
móðir Jóns Sveinssonar hreppstjóra í Sauðanesi, en frá honum eru
Finnstungumenn og Torfalækjarbræður. Þá verða hér enn nefnd
tvö börn Jóns á Mörk: Helgi bóndi í Þverárdal og síðar á Fjalli í
Sæmundarhlíð og Ingibjörg húsfreyja á Ytri-Ey. Börn Helga frá
Mörk voru: Árni bóndi á Fjalli. Meðal niðja hans voru Jón Þor-
kelsson rektor, Þorkell prestur og fræðimaður á Reynivöllum í
Kjós, hinir kunnu lögmenn í Vesturheimi, bræðurnir Bragi og Skúli
Skúlason og mikið lið hér heima á íslandi. Frá Ingibjörgu á Ytri-
Ey eru komnir Björn Jónsson á Veðramóti og hið kunna Wðramóts-
kyn.