Húnavaka - 01.05.1976, Síða 55
HÚNAVAKA
53
5. Þrúður Illugadóttir.
Þrúður var alsystir Arnljóts Illugasonar hreppstjóra á Guðlaugs-
stöðum og var fædd í Litladal, en dáin á Gili í Svartárdal 1. jan.
1861 og er jrá talin 100 ára. Sú aldursákvörðun mun þó röng, því
að hún er ekki fædd fyrir manntal 1762. Við almenna manntalið
1816 er Þrúður talin 54 ára og ætti því að vera fædd 1762 og því
ekki nema 99 ára þegar hún lézt á nýársdag 1861.
Þrúður ólst upp með foreldrum sínum og giftist frá jreim þrítug
að árum 15. okt. 1792, aðfluttum manni í héraðið, Katli Rögnvalds-
syni, sem Gísli Konráðsson segir að haí'i verið „að vestan“. Þau
bjuggu fyrst í Ljótshólum 1793—94, en fluttu jrá út í Torfalækjar-
hrepp. Voru við búskap eða í húsmennsku í Holti á Asum 1794—96
og á Hjaltabakka 1796—98, en fluttu jrá upp í Langadal og bjuggu
á Björnólfsstöðum, en þar lézt Ketill seinni hluta árs 1811. Þeim
hjónum höfðu fæðst fjögur börn, og hafði hið fyrsta dáið í frum-
bernsku, en hin þrjú voru: Solveig fædd 5. nóv. 1795, Illugi fæddur
6. apríl 1797 og Kristín fædd 1803. Þrúður hélt áfram búskap með
börnum sínum, jró að ung væru. Flutti hún 1814 fram í ættsveit
sína, að Gunnfríðarstöðum í Svínavatnshreppi og bjó þar til 1833,
er lnin brá búi og flutti með Kristínu dóttur sinni og festarmanni
hennar, að Illugastöðunr á Laxárdal í Skagafjarðarsýslu. Jón þessi
var systursonur Guðmundar Halldórssonar í Asi í Vatnsdal og hafði
að nokkru leyti alizt Jrar upp. Ekki undi Þrúður sér norður í Skaga-
fjarðarsýslu. Eftir tveggja ára dvöl þar nyrðra, flytur hún vestur að
Syðra-Tungukoti í Blöndudal til Solveigar dóttur sinnar og manns
hennar, Jóns Jónssonar frá Smyrlabergi. Dvaldi Þrúður hjá þeim
hjónum meðan þau lifðu og svo Arnljóti syni þeirra Jrað sem eftir
var.
Þrúður Illugadóttir var kjarkgóð og dugmikil. Búskapurinn virð-
ist hafa gengið vel eftir atvikum. Arið 1830 er lausafjártíund Þrúðar
12 hundruð. Það er að vísu töluvert fyrir neðan meðalbúið í hreppn-
um, en Gunfríðarstaðir voru líka eitt af minnstu býlunum, og má
því telja þetta Jrokkalega áhöfn á ekki stærri jörð. Hún bjó á sjálfs
sín eign, en 1830 fer fram sala á jörðinni. Seljendur eru Þrúður og
börn hennar þrjú, og er kaupverðið 240 rbd.r.s. Um sama leyti
kaupir Þrúður aðra fasteign, úr Smyrlabergi á Asum fyrir 216
rbd.r.s.