Húnavaka - 01.05.1976, Page 56
54
HÚNAVAKA
Verður nú getið hinna þriggja barna Þrúðar og Ketils, sem kom-
ust upp og nefndir nokkrir niðjar.
1. Solveig Ketilsdóttir og Jón Jónsson frá Snryrlabergi giftust 29.
sept. 1825. Þá höfðu þau hafið búskap í þríbýli á Suærings-
stöðum í Svínadal, en fluttu búferlum 1827 upp að Syðra-
Tungukoti. Meðal barna þeirra var Arnljótur bóndi á Brún,
kvæntur en barnlaus. Engin ætt er frá Solveigu.
2. Illugi Ketilsson. Ráðsmaður á búi móður sinnar, en flutti al-
farinn að heiman vorið 1831 vestur í Miðfjörð. Kvæntist ekki,
en átti eina dóttur liér á heimaslóðum, er Halldóra hét. Hún
giftist vestur í Miðfirði og átti börn og á áreiðanlega afkom-
endur.
3. Kristín Ketilsdóttir og Jón Einarsson áttu 3 börn, sem komust
upp, ein dóttir og tveir synir. Annar bræðranna, Sveinn, varð
bóndi í Bjarghúsum f Vestur-Húnavatnssýslu. Meðal barna
hans var Ingvar bóndi og kennari á Grnnd í Vesturhópi. Frá
hinum börnunum munu ekki vera niðjar. Dóttirin, Halldóra,
dó hér í Stóradal 22. marz 1924 og hafði þá dvalið allan aldur
sinn frá æsku hjá ])eim feðgunr Jóni Guðmundssyni á Guð-
laugsstöðum og Jóni Jónssyni alþm. syni hans.
Þó að Illugi Ketilsson væri ekki bóndi á Gunnfríðarstöðum fær
hann bændavísuna hjá Helgu Jónsdóttur, en ekki Þrúður móðir
hans, sem var ábúandinn.
Talið skríður til Gunnfríðarstaða
arfi Ketils Illugi
er því setri ráðandi.
(Þessi vísa Jrarf ekki skýringa við).
6. Jón Anðunsson.
Byggir Hamar bráins þrama njótur,
Auðuns kundur er sá Jón
angri bundinn geðs um frón.
(Bráinn: ormur, Bráins þröm: gull, njótur þess: maður).