Húnavaka - 01.05.1976, Page 57
HÚNAVAKA
55
Jón var albróðir Björns Blöndals sýslumanns í Hvammi í Vatns-
dal og fæddur á Bergsstöðum 1776. Hann mun hafa verið elztur
sinna systkina, en þau voru alls 12. Ólst Jón upp með foreldrum
sínum, Auðuni presti Jónssyni og Halldóru Jónsdóttur frá Auð-
kúlu, fyrst á Bergsstöðum og svo í Blöndudalshólum. Við mann-
talið 1801 er Jón (eldri) talinn vinnumaður á búi föður síns, þá
25 ára. Þá um sumarið, 26. júní 1801, kvongaðist Jón vinnukonu
Jrar á heimilinu, Sigríði Einarsdóttur að nafni, en þau voru mjög
jafnaldra, bæði fædd 1776. Ungu hjónin fluttu þá þegar um vorið
að Þröm í Blöndudal, fremsta býlinu í dalnum að vestan og hefja
þar búskap við lítil efni. Frá Þröm flvtja þau 1805 búferlum að
Eldjárnsstöðum og Jraðan 1822 að Hamri, Jrar sem þau búa til 1835.
Mikil ómegð hlóðst á Jrau hjón. Við manntalið, 1816, höfðu þeim
fæðst 7 börn, og eru 6 þeirra heima í foreldrahúsum, en liið sjöunda
er á Svínavatni hjá ábúandanum þar, Ingibjörgu Björnsdóttur.
Þetta er Þorbergmr Jónsson, 7 ára, fæddur á Eldjárnsstöðum. Hann
er talinn „niðursetningur“ á Svínavatni, svo að hann mun hafa verið
á sveitarframfæri. Tvö börn áttu þau Sigríður og Jón síðar, svo að
börn þeirra urðu alls níu, fædd á árunum 1801 — 1824. Þau báru
þessi nöfn: Stefán (f. 1801), Einar (f. 1803), Freyvald (f. 1804), Sig-
ríður (f. 1805), Þorbergur (f. 1809), Benjamín (f. 1810), Halldór
(f. 1816), Halldóra (f. 1818) og Anna (f. 1824).
Sigríður Einarsdóttir var sonardóttir Finns bónda á Syðri-Ey (d.
7. marz 1774) Jónssonar, en hann var dóttursonur Tunta á Svðri-Ey
Jónssonar prests í Hvammi á Laxárdal Gottskálkssonar. Sigríður var
fædd á Syðri-Ey og ætt hennar mjög tengd þeirri jörð.
Lítið get ég sagt frá niðjum þeirra Hamarshjóna, nema Þorbergs.
Hann kvæntist 1835 Guðrúnu (f. 1800) á Æsustöðum Ólafsdóttur
bónda Jrar og síðar í Tungunesi. Dóttir þeirra hét Ingiríður. Hún
var greind kona og vel að sér um margt. Minnug var hún og sagn-
fróð og sagði afburða vel frá. Marga rökkurstundina í Sólheimum
skemmti hún okknr krökkunum með frásögn sinni. Ingiríður var
fædd að Stóra-Búrfelli 13. júní 1836 og dáin á Eiðsstöðum 23. des.
1923. Hún bjó með Guðmundi Arnasyni, ættuðum vestan úr Mið-
dölum í Dalasýslu og átti með honum tvo sonu. Guðmundur var
sex árum eldri en Ingiríður, en lézt 1880. Þau Ingiríður og Guð-
mundur bjuggu við mikla fátækt í Syðra-Tungukoti 1871—74, Víði-
mýrarseli 1874—79 og Mikley 1879—80. Annar sonur þeirra flutti