Húnavaka - 01.05.1976, Page 61
H Ú N A V A K A
59
vatninu í Meðallandi 3. sept. 1887. Sonarsonur Guðjóns var Magnús
V. Jóhannesson yfirframfærslufulltrúi í Reykjavík.
Áður en skilizt er við Jón á Kárastöðum verð ég að gera atliuga-
semd við þátt Guðjóns pósts í Sögu landpóstanna 1. bindi, bls. 40.
Þar segir að talið sé, að faðir Jóns á Kárastöðum, hafi verið prestur
á Auðkúlu. Engar sagnir heyrði ég um þetta í æsku minni og kunni
þó aldamótakynslóðin í Svínavatnshreppi nokkur skil á Jóni á Kára-
stöðum, og töldu allir hann son þeirra Grundarhjóna. Víst er að
fæddur er hann á Grund og dóttur átti Jón á Kárastöðum, sem
Þorbjörg hét, en svo hét og kona ]óns Hálfdanarsonar. Tilgáta
Söguþátta landpóstanna um að séra Jón Björnsson á Auðkúlu liafi
verið faðir Jóns á Kárastöðum fær heldtir ekki staðizt tírnans vegna,
því að prestur lézt í júní 1767 og hafði þá verið holdsveikur í nokk-
ur ár.
9. Ólafur Jónsson.
Grábakshlésa grér í nesi Tungu,
alinn Jóni Ólafur
ýtinn þjónar fjölvirkur.
(Grábakur: ormur, grábakshlé: skjól ormsins, bæli hans, þ. e. gull,
hlésa er röng mynd, grábakshlésa grér: maður).
Ólafur er fæddur í Rugludal um 1763 og dáinn í Tungunesi 10.
okt. 1831. Foreldrar hans voru: Jón bóndi um 1758—62 í Rugludal
og síðar á Æsustöðum Bjarnason, Jónssonar og kona hans Margrét
Sveinsdóttir bónda í Lækjardal Jónssonar.
Ólafur ólst upp með foreldrum sínum, fyrst í Rugludal og síðar
á Æsustöðum. Hann varð fyrsti hreppstjóri í Bólstaðarhlíðarhreppi
eftir hreppstjórabreytinguna 1809, en þá kom einn hreppstjóri í
staðinn fyrir fleiri. Hóf hann búskapinn á Æsustöðum 1786, en
llutti búferlum að Tungunesi 1818 og bjó þar til æviloka 1831.
„Hann var efnamaður, fjölhæfur smiður og trúvirkur, mesti ráð-
t endismaður og siðferðisgóður". (Björn á Brandsstöðum).
Ólafur var tvíkvæntur. Fyrri konan hét Guðrún Eyjólfsdóttir,
fædd um 1762 og dáin 1800. Óvíst er um ætt hennar, en líklegt að