Húnavaka - 01.05.1976, Qupperneq 62
HÚNAVAKA
60
hún hali verið dóttir Eyjólfs hreppstjóra á Strjúgsstöðum Eyjólfs-
sonar og þá föðursystir Natans Ketilssonar. Seinni kona Olafs var
Steinunn Árnadóttir, dáin 20. febr. 1843 í Stóradal. 78 ára. Stein-
unn var af Skeggsstaðaætt. Björn á Brandsstöðum telur, að foreldr-
ar Steinunnar hafi verið Guðrún sú, sem Jón Jónsson á Skeggsstöð-
um átti áður en hann kvæntist Björgu Jónsdóttur frá Sneis og að
faðir Steinunnar og maður Guðrúnar „laundóttur“ hafi heitið Árni,
en ókunnugt er honum um föðurnafn hans. Steinunn er fædd í
Hvammi í Langadal. Það rná því telja næsta líklegt, að hún sé dóttir
bóndans þar, Árna Einarssonar, Bessasonar. Tímans vegna getur
þetta vel staði/.t, því að Guðrún Jónsdóttir mun fædd um 1734, og
Árni Einarsson missti fyrri konu sína, Gróu Grímsdóttur, 21. des.
1755.
Steinunn Árnadóttir lifði lengi eftir lát manns síns. Hún varð
holdsveik og fór til Þorleifs í Stóradal frænda síns Þorkelssonar. Áður
en hún giftist var hún ráðskona hjá Kráki Sveinssyni á Leifsstöðum.
Seinna hjónaband Ólafs var barnlaust, en með fyrri konunni, Guð-
rúnu Eyjólfsdóttur, átti hann fimm börn, einn son og fjórar dætur.
Tvö þeirra höfum við nefnt áður: Jón, sem átti Ingibjörgu dóttur
Hannesar á Tindum og Guðrúnu, sent átti Þorberg Jónsson frá
Hamri.
Framhald i nœsta árgangi.
Árið 1641. Með vetrarsólstöðum þessa árs kom á loftið slím undarlegt, svo
að aldrei kunni sól, tungl né stjörnur klárt skína ]>að ár allt. Sáu menn varla
skugga sinn um nriðdegi, þótt heiðríkt væri. Enginn var sólarroði kveld né
morgna, varla sáust nema stærstu stjörnur og tunglið óglöggt, fyrr en það var
koniið langt fram af fjöllum á kvöldin. Var slím þetta á loftinu 3 ár, jafnan mcð
sama móti. Hvarf það allt í einu með sumarsólstöðum 1643. Ég gætti að því
hvert ár. Vallholtsannáll.
Það mál bar til í Húnaþingi 1647. Að maður nokkur giftist þar í sýslu, að nafni
Jón Þorsteinsson, konan hét Herdís. Þeirra gifting gekk treglega frant af manns-
ins hendi, varð þó fyrir atfylgi manna. lijuggu saman í 3 ár og heldur stirðlega.
I.ýsti nefnd kona á þeim tíma fyrir ærlegum kvenmönnum, Jón mann sinn óhæl-
an óstyrkleika vegna til hjónabandsins, voru þó saman eitt ár til og fjórðung
annars ársins. Seiluannáll.