Húnavaka - 01.05.1976, Side 66
64
HÚNAVAKA
Eflaust hefur þurft mikinn uudirbúning til að fá ferjuna smíð-
aða, en þó er því lokið 1915. Þá er hún tekin í notkun. Smiður var
Sigurður Sigurðsson á Hellulandi í Skagafirði. Til styrktar þessu
framtaki voru veittar úr ríkissjóði 1300 krónur, en livað ferjan hef-
ur kostað fullsmíðuð get ég ekki sagt um.
Ferjunni var valinn staður rétt utan við bæinn Syðra-Tungukot
(nú Brúarhlíð). Hvort fleiri staðir hafa komið til greina veit ég ekki,
en þarna var hún sett, og þarna var hún starfrækt hvert einasta sum-
ar, þar til hún fórst 1943. Ferjustaðurinn var djúpur liylur 50—60 m
breiður. Straumþungt var um miðja ána, en lygnt við sandana.
Að austan var liár grasi vaxinn bakki, gTeiðfær gangandi manni,
en sneiðing varð að gera til að koma hesturn að og frá ferjunni.
Sandeyri var við ána, en svo aðdjúpt, að venjulegast var hægt að
stíga af sandinum beint upp í ferjuna. F.ins var lending að vestan,
en þar tók altur við breið stórgrýtt eyri, en að henni lokinni aflíð-
andi brekka upp í grasi vaxinn hvamm. 1 þá brekku var gerð rauf,
venjulega kölluð ferjubás. jrangað var ferjan dregin á haustin og
geymd þar yfir veturinn. Þessi bás var Jrað hátt uppi í brekkunni, að
jrar var lerjan óhult hversu mikið, sem á gekk er áin ruddi sig.
Ég man eftir, að hún kastaði jökum þar upp, en ferjuna sakaði ekki.
Ferjan var Jrannig byggð, að hún var sem bátur í lögun með djúp-
an kjöl. Borðstokkar beinir, nokkuð háir, fláar litlir til hliðanna,
en meiri flái á stafni og skut. Tvöfaldur botn var í ferjunni. Efri
botninn var það ofarlega, að hann klæddi af alla máttarviði og var
sem slétt gólf. Laus hleri var á einum stað, sem hægt var að taka upp
ef ausa þurfti. Vatn vildi safnast á milli botnanna. Það var fyrir
leka, sem aldrei var alveg hægt að fyrirbyggja, en ekki vegna ágjafa.
Þær voru aldrei neinar, nema ef ferjað var í mjög hvössu, þá kom
lyrir að vatnið skóf yfir ferjuna. Efri botninn var jrað óþéttur, að
allt vatn, sem á honum leriti, hripaði í gegn.
Á báðum hliðum ferjunnar voru hlerar, er notaðir voru sem
göngubrú úr og í ferjuna. Þeir voru mjög þungir, dregnir upp og
niður með kaðli, sem lék í trissu, er lest var á aðra hlið þeirra. Viða-
rnikill rannni var á ferjunni kringum hleraopið, hann náði báðum
megin talsvert upp fyrir borðstokka. Efst voru járnhringir. 1 jrá var
hlerunum fest með stórum járnkrókum, en að neðan léku þeir á
lömum. Allt var jretta sniðið traustlega og haganlega unnið.
Tveir þverbitar vorn í ferjunni, annar aftur undir skut, en hinn