Húnavaka - 01.05.1976, Page 68
(5(5
HÚNAVAKA
Þessi dragferja, sem ég hef verið að reyna að lýsa, tók 7 hesta og
3—4 menn, en svo mikið var aldrei flutt í einni ferð, nema áin væri
mjög vatnslítil.
Fyrsti ferjumaðurinn var Björn Jónasson, til heimilis í Syðra-
'Fungukoti. Hann var faðir Guðrúnar móður minnar. Abúandi
jarðarinnar var Stefán Arnason, ættaður frá Kúfastöðum í Svartár-
dal. Hann var einnig afi minn. Björn annaðist ekki ferjuna nema
fyrsta sumarið. Hið næsta er Stefáni falið starfið, en eflaust hefur
það mætt mest á syni hans, Þorgrími, sem þá bjó með föður sín-
um.
Vorið 1917 tekur faðir minn við jörð og búi af afa mínurn og
einnig ferjunni. Eftir það er hann alltaf talinn ferjumaður, nema
í tvö sumur, sem Erlendur Hallgrímsson frá Tungunesi, þá búsett-
ur á Ytri-Löngumýri, gegndi því starfi í veikindaforföllum föður
míns.
Starf ferjumannsins var bindandi, hann var skyldugur að ferja
hvenær sem óskað var, jafnt á nóttu sem degi, og þá voru helgarfrí
ójrekkt. Svo mikil flóð gátu Jró hlaupið í ána, að ófært væri. Þá var
ekkert við Jrví að segja.
Greiðsla var tekin fyrir þessa þjónustu. Hún var nefnd ferjutollur.
Ég veit ekki hversu hár hann hefur verið fyrstu árin, en 1920 voru
35 aurar fyrir mann og liest og 10 aurar fyrir lausan hest. Um 1930
er ferjutollurinn kominn í 55 aura fyrir mann og hest, 20 aura fyrir
lausa hestinn og 10 aura fyrir kindina. Ég held að ferjutollurinn hafi
komist hæst í 75 aura. Þess skal getið, að eftir 1930 hafði faðir minn
100 krónur í föst laun á ári, sem voru þó nokkrir peningar í þá
daga.
Nokkur styrkur var veittur árlega frá ríki og sýslu til viðhalds og
endurbóta á ferjunni. Ég get Jress til gamans, að fyrstu tveir streng-
irnir, sem keyptir voru, kostuðu 60 kr. hvor og sá Jrriðji 80 kr.
Það var fleira en strengirnir, sem vildi bila, blakkirnar þurfti oft að
endurnýja, einnig stálfjaðrir á spilinu. Hvert vor var ferjan bikuð.
Marga menn Jrurfti til að koma henni á flot á vorin og eins að setja
hana upp á haustin. Allt þetta kostaði nokkuð, ásanrt umbótum,
sem gerðar voru. Stöplar steyptir, gerður nýr vegur í bakkann að
austan og fleira og fleira.
Haustið 1935 var ferjan talin svo fúin og slitin, að hún væri ekki
lengur nothæf. Var Jrá önnur ferja smíðuð. Það gerði Guðmundur