Húnavaka - 01.05.1976, Side 69
HÚNAVAKA
67
Bergmann smiður og bóndi í Öxl. Sú ferja var tekin í notkun árið
eftir. Hún var alveg eins og gamla ferjan, nema aðeins minni.
Umsjónarmaður ferjunnar var kosinn á sýslufundi. Hann sá urn
allt viðhald á ferjunni, einnig upp og framsetningu. Til hans leit-
aði ferjumaðurinn, þegar eitthvað bilaði eða fór úr lagi. Fyrsti
umsjónarmaður ferjunnar var Jón Gíslason, sem lengst af bjó á Ás-
um, en var þá búsettur á Syðri-Löngumýri. Fleirum man ég eftir.
Bjarna Jónassyni Blöndudalshólum, Tryggva Jónassyni Finnstungu
og Sigurði Magnússyni Syðri-Löngumýri. Þessir menn voru allir
sem einn liðlegir og ábyggilegir. Það var mikils virði fyrir ferju-
manninn.
Aldrei hlauzt slys af ferjunni, en nærri lá sumarið 1918. Þá slitn-
aði strengurinn, er verið var að ferja. Þegar þetta skeði var áin í
flóði, en ekki talin ófær. Faðir minn fór vestur yfir til að sækja fólk,
sem hafði kallað á ferjuna og beið í hvamminum. Það voru Hjálmar
Jónsson, bóndi á Fjósum i Svartárdal og kona, er hét Ragnheiður
Jónsdóttir. Þau voru með tvo eða þrjá hesta. Föður mínum gengur
ágætlega vestur yfir, en þegar hann fer austur yfir og er að nálgast
mesta straumþungann, slitnar strengurinn austan við ferjuna, það
langt frá spilinu, að þeim tekst að ná endanum og vefja honum um
bita í ferjunni. Það vildi þeim til lífs. Ferjan flaut út ána eins langt
og endinn náði, en þar sem strengurinn hafði ekki haggast á spilinu
og endinn fastur í ferjunni, gátu þau snúið til sama lands aftur. Til
að komast heim varð faðir minn að fara ofan á Blöndubrú við
Blönduós. Þangað eru rúmir 32 km frá Brúarhlíð. Frá þessu sagði
faðir minn mér sjálfur.
Eftir þetta óhapp voru settir tveir strengir á ferjuna. Ekki var
nema annar vafinn um spilið, hinn var tengdur ferjunni með blökk-
unum. Hann var alltaf nefndur varastrengur, en auðvitað var hans
hlutverk að draga úr álagi spilstrengsins.
Ferjan var alltaf mikið notuð. Mér finnst, þegar ég hugsa um
þetta núna, að eftir að ég man eftir mér, hafi flesta daga verið ferjað,
suma daga margar ferðir. Stundum komu stórir hópar, það voru oft-
ast langferðamenn, er fóru fjöll, sem kallað var. Þeir voru með
marga hesta, bæði til reiðar og undir farangur. Allt var flutt í ferj-
unni. Aður en sauðfjárvarnir hófust við Blöndu og allir máttu flytja
fé hvert sem var að eigin geðþótta, voru kindur ferjaðar yfir ána.
Mest var það á haustin í sambandi við hirðingu í réttum.