Húnavaka - 01.05.1976, Side 70
68
HÚNAVAKA
Á þessu sést, að ferjumannsstarfið var tímafrekt og mikið álag á
einyrkjabónda, en auðvitað hjálpuðust allir að, og móðir mín ferj-
aði oft.
Við systkinin vorum ekki gömul, þegar við fórum að hjálpa til
við að ferja. Fyrst
í fylgd með full-
orðnum, en 10—12
ára ferjuðum við
hiklaust ein, ef áin
var lítil. Við vor-
um alls óhrædd við
að ferja. En það
k o m f y r i r, a ð
ókunnugir voru
hálfhræddir að fara
með okkur.
Ég man eitt dæmi
sem mér fannst þá
spaugilegt, en lít
öðrurn augum nú.
Eg mun hafa verið 13 ára, er pabbi veiktist af lungnabólgu og lá
um tíma. Ég gætti ferjunnar. Einn dag koma fjórar ungar Revkja-
víkurstúlkur og spyrja eftir ferjumanni. Ég sagðist vera hann. Þær
litu hver á aðra, sá ég að þær trúðu mér ekki. I því kom móðir mín
út. Þær segja henni erindi sitt. Hún staðfesti mín orð, sagði að ég
ætti að lerja. Þær létu það gott heita og fóru með mér ofan að ánni.
Þegar þær sáu ferjuna og Blöndu, sem var að vanda kolmórauð og
ekkert árennileg, misstu þær kjarkinn og sögðust ekki trúa, að ég
gæti ferjað yfir. Eftir miklar fortölur og fullyrðingar féllust þær á
að koma út í ferjuna og sjá hvort ég gæti þetta ekki. Þegar þær sáu
hversu auðvelt þetta var, kepptust þær við að hjálpa mér að snúa
yfir ána, sem auðvitað gekk ágætlega. Mynd tóku þær af mér í ferj-
unni áður en ég fór til baka, og ekki fóru þær frá ánni fyrr en ég
var kornin yfir.
Núna undrar mig ekki, þótt fólki væri illa við að láta krakka
flytja sig yfir Blöndu, á því furðufarartæki, sem ferjan hlýtur að
liafa verið í augum ókunnugra.
Eins og áður er sagt fórst ferjan 1943. Það sumar bar á óvenju-