Húnavaka - 01.05.1976, Page 72
HALLDÓR JÓNSSON, Leysingjastöðum:
Landslag yrdi lítils viréi . . . .
Ef til vill verður ýmsum á að brosa, er þeir lesa kvæði Tómasar
„Fjallgangan“ eða minnast þess, enda auðvelt að kornast í gott skap
á samfundum við það ágæta skáld.
En títt er Tómasi að dylja djúpa alvöru bak við létt hjal og svo
mun hér.
Þegar forfeður vorir námu hér land í öndverðu, gáfu þeir nöfn
landshlutum og kennileitum og oft af slíkri orðkyngi og hugmynda-
auði að vart mun fyrnast, meðan íslenzk tunga er töluð, eru og sum
örnefni hinar dýrustu perlur að lýsingarmætti og hljómfegurð.
Þá eru staðanöfn og örnefni samofin sögu vorri frá upphafi. Og
saga og sagnir hafa, á hinum myrku öldum, sem að baki eru, verið
sá fífukveikur, er helzt lýsti, ásamt rímum og öðrum alþýðukveð-
skap.
Stefán G. segir:
Eg skil, hví vort heimaland hjartfólgnast er:
Öll höppin og ólánið það,
sem ættkvísl þín beið, rifjar upp fyrir þér
hver árhvammur fjallströnd og vað.
Og það er sem holtin sjálf hleypi í mann Jrrótt,
þar hreystiraun einhver var drýgð
og svo er sem mold sú sé manni þó skyld,
sem mæðrum og feðrum er vígð.
Við þetta örnefni er þessi atburður bundinn, við hitt annar og
þannig hvar sem komið er á landi voru þótt í misjöfnum mæli sé.
„Landið ber sér á breiðum herðurn bjartan og svalan hjúp“. En það
ber einnig, meitlað í ásýnd sína með örnefnum og staðanöfnum,
drætti úr sögu sinni. Hver myndi ekki renna huga til fyrri alda og