Húnavaka - 01.05.1976, Page 73
HÚNAVAKA
71
atburða vegna nafna eins og Haugsness, Flugumýrar, Reykholts,
Sauðafells og Breiðabólstaðar, svo örfá séu nefnd af handahófi og þá
liggur hendi og huga nær að skyggnast betur eftir atburðunum á
spjöldum sögunnar, þekkingar er þörf, hvatinn auðsýnn.
Örnefni og staðanöfn geyma fleira en sagna og minningagildi.
Fjöldi þeirra er svo táknrænn að löng lýsing byði vart betur. Þau
gefa svipsýn af staðnum, eru málverk hugans — án allrar framúr-
stefnu. — Nefnum Sprengisand, Kaldadal, Tröllakirkju, Vindbelg,
Skuggabjörg o. s. frv.
Nóbelsskáldið Laxness telur að forfeður vorir hafi lítinn gaum
gefið að náttúrufegurð, það sé fyrst með tilkomu rómantísku stefn-
unnar að skáldin fari að veita henni athygli. Vera má að nokkurn
stað megi finna þessari skoðun, en opin liafa augu þeirra verið, sem
skýrðu Glóðafeyki, Tindastól, Goðaland, Línakradal, Herðubreið og
Sólarfjöll. Er þó fátt eitt nefnt hinna fögru nafna, sem eru skáld-
skapur í hnotskurn — skáldskapur sprottinn frá fegurð landsins og
tign. Þá var ekki allt útþynnt með mælgi, tjáningarform þeirra tíma
var mótað orð og meitluð setning. Og fögur sýndist Gunnari hlíðin.
Enn eru örnefni að skapast og því miður einnig að breytast og
falla í gleymsku. Að því stuðla m. a. búferlaflutningar. Þegar nýtt
fólk flytur á býli, e. t. v. langt að komið, þekkir það ekki örnefni
staðarins og skapar þá stundum ný.
Hér er lítið dæmi þess hvernig nöfn staða geta myndast. Vestan
í hæðarrana þeim er gengur norður frá Vatnsdalsfjalli vestanverðu
og Tagl nefnist, er lítill stallur, sem Rauðsstallur nefnist. Þar fórst
fyrir nokkrum áratugum rauður unghestur og varð þá nafn þetta
til, en það minnir mig jafnan á erindi Páls Ólafssonar „Aldrei
sofna ég sætan blund . . ..“
í framanskráðu „rabbi“ hefir verið leitast við að vekja athygli á
live staðanöfn og örnefni eru samslungin sögu og minnum, skreytt
skáldlegu flugi og orðkyngi — dýrindis jrjóðlegar erfðir, sem ekki
mega glatast, en eru í hættu.
Við breytingaflaum undangenginna áratuga — sem frekar jaðrar
við byltingu en þróun — hefir ýmislegt þjóðlegra verðmæta verið
geyrnt í glatkistu og annað komið á barm hennar, meðal þess eitt-
livað af örnefnum. Og við hver vistaskipti þeirra, sem þegar eru
komnir á flutningsaldurinn er hætta á að eitthvað fari forgörðum.
Því ber að vinda bráðan bug að skrásetningu örnefna á hverju