Húnavaka - 01.05.1976, Qupperneq 77
HÚNAVAKA
75
og fengust um 14 hestar heys af hálfri dagsláttu. Grasfræið kom aft-
ur á móti seint upp, en hélst skrúðgrænt fram á vetur. Hefur það
vafalaust þótt mikil nýlunda.
í „Húnvetningi“ er getið um sléttunaraðferð, sem var að ryðja
sér til rúms um 1856. Er þessari aðferð lýst mjög nákvæmlega, en
hún var þannig í megindráttum: Fyrst var rist ofan af og torfið flutt
úr flaginu. Síðan var flagið plægt og herfað og helzt tvisvar til að
jafna sem bezt úr öllum þúfum. Þá var áburður borinn í flagið og
ýmislegt notað til áburðarauka, svo sem öskuhaugar, moð, veggja-
mold og fleira. Eftir að allmiklum áburði hafði verið dreift yfir
flagið, voru þökurnar fluttar inn á blettinn og barðar niður. Yfir
þetta allt saman var borinn áburður til að tryggja gæðin. Þótt þessi
aðferð virðist ekki fljótleg á nútímamælikvarða, þá fullyrðir sá,
sem um hana ritar í „Húnvetning", að hún sé urn 10 sinnum fljót-
legri en að pæla flagið með pál og reku, eins og áður var venja. Gef-
ur það nokkra hugmynd um eldri aðferðir. Þessar sléttur munu
einnig hafa enzt allvel og haldizt sæmilega sléttar.
Þessi aðferð mun fyrst hafa verið reynd árið 1856, og er í „Hún-
vetningi" skýrsla um jarðabætur það ár. Þá var alls unnið hjá 21
manni, bæði sjálfseignarmönnum og leiguliðum. Byggðar voru tvær
hlöður, á Höllustöðum yfir 200 hesta og í Bólstaðarhlíð yfir 100
hesta. Aðrar framkvæmdir voru sem hér segir:
Sléttuð tún .............. 5532 ferfaðmar, sem eru um 1,95 ha
Túngarðar ................. 166 faðmar, sem eru um 312 m
Traðargarðar .............. 340 faðmar, sem eru um 640 m
Flæðigarðar ............... 152 faðmar, sem eru um 286 m
Vatnsveituskurðir ........ 1350 faðmar, sem eru um 2540 m
Lofuð vinna var 138 dagsverk, en samkvæmt mati voru unnin
707 dagsverk. svo að það er vel staðið við gefin loforð. Það vekur
mesta athygli í þessari skýrslu, hve mikið er sléttað, og er þá vert
að hafa í huga bættar aðferðir og ný verkfæri, sem notuð voru af
manni, sem hafði til þess þekkingu.
Alíka mikið mun hafa verið unnið hjá félaginu árið 1857, en það
ár varð Erlendur Pálmason í Tungunesi forseti félagsins. Tók hann
\ið af Guðmundi Arnljótssyni, sem gegnt hafði því embætti frá
upphafi.