Húnavaka - 01.05.1976, Page 79
HÚNAVAKA
77
erfiðleika varð vegalagning um tíma eitt af aðalverkefnum sveitar-
félagsins. Þótt búnaðarfélagið hafi ekki átt beinan þátt í þessum
framkvæmdum, hefur það vafalaust staðið á bak við þær, að minnsta
kosti kornst ótrúlega rnikið í verk.
Einnig áttu hreppsbúar oft drjúgan þátt í ýmsurn verzlunarfélög-
um, og voru stjórnendur búnaðarfélagsins iðulega í stjórn þeirra.
Og þegar Kaupfélag Húnvetninga var stofnað 1896, voru það tveir
úr stjórn Búnaðarfélags Svínavatnshrepps, sem gengust fyrir því,
en áður hafði inálið verið rætt á lninaðarfélagsfundi heima í sveit-
inni.
Síðast en ekki sízt er rétt að geta þess, að þegar búnaðarfélag
Húnavatnssýslu var stofnað árið 1864, komu þar alls sex manns,
sem starfað höfðu með jarðabótafélaginu.
Hér liefur verið minnst á örfá atriði, og mætti vafalaust hafa þau
fleiri. En rétt er að gæta liófs í öllum ályktunum, því að ýmislegí
fleira getur komið til greina en það, sem liggur í augum uppi. Það
er þó víst, að vel var Jressum félagsskap fylgt úr hlaði, því Hjálmar
Jónsson (Bólu-Hjálmar) orti „Drepling“ við stofnun hans, og má
glöggt merkja efni kvæðisins af eftirfarandi erindum:
Endurvakin
vættur bjargráða
upp af gleymsku gröf
komin er aðeins
á kné og olnboga,
rambar við að rísa.
Mikið sá vann,
sem vonarísinn
braut með súrum sveita:
liægra mun síðan
að halda þíðri
heilla veiðivök.
Upp skulum bræður
árrisulir,
kentur æfikvöld.